| Jón Óli Ólafsson

Pongolle vill heilla Benitez

Pongolle var lánaður í janúar til Blackburn og mun hann vera þar út þetta tímabil. Pongolle hafnaði tilboði sem hann fékk frá Frakklandi og ákvað að vera í Englandi.

"Hver einasti leikmaður vill spila fótbolta. Þegar þú ert að spila þá viltu bara spila meira og þegar þú ert ekki að spila þá verður það alltaf erfitt að komast í liðið. Þess vegna leyfði Benitez mér að koma til Blackburn og spila leiki og sýna hvað ég get. Ef ég get hjálpað Blackburn þá getur það aðeins verið mér og Blackburn til góða. Ég talaði við umboðsmann minn viku fyrir lokun á félagsskiptaglugganum og við reyndum að finna einhverja góða lausn. Það voru klúbbar í Frakklandi og Englandi sem sýndu áhuga á mér en ég ákvað fara til Blackburn. Benitez vildi gjarnan að ég væri í Englandi því þá ætti hann auðveldara með að fylgjast með mér. Og það er mjög gott mál." sagði Pongolle.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan