| Jón Óli Ólafsson

Enginn Robbie Fowler

Eins og flestir vita þá kom Robbie Fowler heim aftur og náði að spila nokkrar mínútur gegn Birmingham á miðvikudagskvöldið. En Rafael Benitez hefur útskýrt hvers vegna Robbie var ekki í hópum gegn Chelsea í gær. Ástæðan var sú að Robbie var skilinn eftir á Melwood svo hann gæti æft af fullum krafti og komið sér í gott form.

"Robbie veit hvernig staðan er. Hann þarf að æfa mjög mikið til að koma sér í form" sagði Rafael Benitez.

Þá höfum við það, nú er bara að vona að Robbie komi sér í gott form svo við sjáum hann í fleiri leikjum sem framundan eru.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan