Rafa segir að Liverpool geti slegið Manchester United út úr F.A. bikarnum
Rafael Benítez framkvæmdastjóri Liverpool telur að liðið sitt geti slegið Manchester United út úr F.A. bikarnum þegar liðin mætast í stórslag í næsta mánuði. Hann telur að stuðningur áhorfenda á Anfield geti gert útslagið þegar á hólminn verður komið.
,,Ef lið á að geta unnið F.A. bikarkeppnina þá þarf það fyrst að vinna góð lið til þess að geta komist í úrslitaleikinn. Það verður ekki auðvelt að slá lið á borð við Manchester United úr leik. En við verðum á heimavelli og það er okkur í hag. Síðasti leikur liðanna á Old Trafford var mjög jafn og leikurinn á Anfield verður það líka.
Þó svo að við fengjum á okkur mark á lokamínútunni þá stjórnuðum við leiknum á Old Trafford. Samt lékum við ekki eins vel og við getum. Þegar við leikum eins og við best getum þá getum við unnið hvað lið sem er í heiminum. Með stuðningsmenn okkar þétt við bakið á okkur á Anfield, sem okkar tólfta mann, þá hef ég þá trú að við getum unnið þennan leik."
Það er ljóst að þessi rimma liðanna verður mikil og hörð. Liverpool fær nú tækifæri til að hefna fyrir eitthvað að þeim sáru töpum sem liðið hefur mátt þola gegn Manchester United í síðustu skipti sem liðin hafa leitt saman hesta sína í F.A. bikarnum. Liverpool tapaði úrslitaleikjum í F.A. bikarnum gegn Manchester United árin 1977 og 1996 og árin 1979 og 1985 tapaði liðið fyrir Rauðu Djöflunum í undanúrslitum keppninnar. Liverpool hefur sem sagt átt mjög litlu láni að fagna gegn Manchester United í F.A. bikarnum. En nú gefst færi á hefndum og vonandi tekst Evrópumeisturunum að færa sér það í nyt!
-
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Stóð sannarlega undir væntingum! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Deildarbikarnum! -
| Sf. Gutt
Íslenskir heiðursgestir á Anfield! -
| Sf. Gutt
Trent kominn upp í 100! -
| Sf. Gutt
Sorgarfréttir -
| Sf. Gutt
Fjórir sigrar í röð í Mílanó! -
| Sf. Gutt
Ótrúlegur munur! -
| Sf. Gutt
Til hamingju!