Zenden vonast til þess að geta spilað
Zenden hefur verið sagt að ólíklegt sé að hann spili meir á tímabilinu en hann heldur í vonina.Hann fór í aðgerð í Bandaríkjunum hjá hinum virta lækni Richard Steadman eftir að hafa slitið liðbönd í hné fyrir tveimur mánuðum síðan. Þrátt fyrir að ólíklegt sé að Zenden spili meir á þessu tímabili þá vonast hann engu að síður til þess að geta hjálpað Liverpool að verja Evrópumeistaratitilinn.
Zenden sagði: ,,Ég horfi á mann eins og Djibril Cisse sem jafnaði sig ótrúlega fljótt af sínum meiðslum á síðasta tímabili. Ég hef sagt honum að ég muni skora sigurmarkið í París í maí."
,,Það er aldrei að vita hvernig gengur. Djibril kom til baka eftir aðeins sex mánuði og skoraði í vítaspyrnukeppninni í úrslitaleiknum í Meistaradeildinni. Það var ánægjulegt að horfa á það og það getur gerst aftur í mínu tilfelli. Þetta væri eins og draumur sem rætist fyrir mig að koma til baka og skora sigurmarkið í París. Ég er svo sannarlega undir það búinn."
,,Ég er ekki viss hvort það sé mögulegt að ég spili á þessu tímabili en ég er að leggja hart að mér til að svo verði. Ég er meira en hundrað prósent viss um að ég komi til baka en þetta er eitthvað sem verður að taka sinn tíma. Allt hefur sinn tíma og það er pirrandi."
-
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Fjölmargir ungliðar valdir í landslið -
| Sf. Gutt
Mohamed orðinn markahæstur í Evrópukeppnum! -
| Sf. Gutt
Mark númer 100 hjá Roberto Firmino! -
| Sf. Gutt
John Toshack var hætt kominn! -
| Sf. Gutt
Enn og aftur hættur við að hætta! -
| Sf. Gutt
Af leikmannamálum -
| Sf. Gutt
Tap í Madríd -
| Sf. Gutt
Tíu valdir í landslið -
| Sf. Gutt
Verðum að enda leiktíðina af krafti!