Söknuður
Það er ekki auðvelt að yfirgefa liðið sem maður hefur alltaf haldið með og verið svo lánsamur að fá tækifæri til að spila með. Þetta er gömul saga og ný. John Welsh er nú í þessum sporum. Hann hefur haldið með Liverpool frá blautu barnsbeini. Hann hóf tíu ára gamall æfa með uppáhaldsliðinu sínum og lék með öllum yngri liðum þess. Það endaði með því að hann fékk tækifæri með aðalliðinu. Leikirnir með aðalliðinu urðu þó færri en til stóð en alls lék hann tíu leiki með því.
Þegar John hóf að leika með varaliðinu var hann talinn efnilegasti leikmaður sem komið hafði frá Lærdómssetri Liverpool frá því Steven Gerrard útskrifaðist þaðan. John þótti minna um margt á Steven. Báðir voru þeir og eru harðskeyttir miðjumenn. En það fór með John sem og marga aðra að honum reyndist erfitt að taka síðasta skrefið í aðalliðið. Hann fékk vissulega smjörþefinn af því en hann náði ekki að festa sig í sessi hjá því. Það reyndist einfaldlega ekki vera nóg að vera efnilegasti leikmaður Liverpool, fyrirliði varaliðsins og landsliðsmaður í enska undir 21. árs liðinu.
John lék sinn fyrsta leik með aðalliðinu á Anfield í Deildarbikarnum gegn Ipswich í desember 2002. Liverpool vann leikinn eftir vítaspyrnukeppni og endaði á því að vinna Deildarbikarinn eftir 2:0 sigur á Manchester United. John átti því sinn þátt í þeim titli! John sjö leiki á síðustu leiktíð. Hann náði að skora mark fyrir Liverpool í vítaspyrnukeppninni gegn Tottenham í Deildarbikarnum og hann tók þátt í seinni Evrópuleiknum gegn Bayer Leverkusen í Þýskalandi. En John mun að minnsta kosti aldrei gleyma síðasta skiptinu sem hann klæddist búningi Liverpool. Hann spilaði reyndar ekki leikinn. Hann var varamaður og gat fagnað með félögum sínum á Anfield eftir hinn magnaða undanúrslitasigur gegn Chelsea! Hvaða stuðningsmaður Liverpool hefði ekki viljað hlaupa um og fagna á Anfield eftir þann leik?
John lék fyrsta æfingaleikinn fyrir þessa leiktíð þegar Liverpool vann Wrexham 4:3 en svo var hann lánaður til Hull City. Nú nú um áramótin gekk hann svo frá föstum vistaskiptum þangað. Skipt var á honum og útherjanum Paul Anderson. Við vonum að John nái að koma sér vel fyrir í sjávarútvergbænum kunna og láta að sér kveða hjá liði bæjarbúa því hann er vissulega efnilegur leikmaður. En John leynir því ekki að það fylgir því söknuður að vera ekki lengur hjá Liverpool.
"Það var auðvitað frábært að vera hjá Liverpool. En það eru takmörk fyrir því hvað hægt er að leika lengi mað varaliðinu. Ég mun sakna Liverpool. Ég hef alltaf haldið með liðinu. Alveg frá því ég var strákur. En ég hef sett mér takmörk í lífinu. Ég vil ná þeim og ég tel að þetta sé skref í þá átt. Ég er viss um að hafa tekið rétta ákvörðun. Hull er félag sem er örugglega á réttri leið."
-
| Sf. Gutt
Steven syrgir Sven -
| Sf. Gutt
Harvey Elliott meiddur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Fulltrúar Liverpool á EM -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Brighton og Liverpool – Leicester -
| Sf. Gutt
Nýr búningur kynntur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Frábær úrslit! -
| Sf. Gutt
Merkileg tímamót!