| Gísli Kristjánsson

Nando: "Ég hef aðlagast"


Það voru miklar vonir bundnar við Morientes þegar hann gekk til liðs við Liverpool frá Real Madrid fyrir rétt tæpu ári síðan en það hefur tekið hann mun lengri tíma að aðlagast ensku boltanum en hann hafði búist við.

Eftir að hafa skorað tvö mörk gegn Middlesbrough um síðustu helgi, vonar Nando að nú fari stuðningsmennirnir að sjá frammistöðu sem hefur sett hann í hóp hættulegustu sóknarmanni í Evrópu.

Hann sagði:"Mér datt ekki í hug að það væri svona erfitt að aðlagast enskri knattpspyrnu. Ég tel mig vera opinn og aðlögunarhæfan einstakling. Ég hef einnig spilað í Frakklandi svo ég hélt að þetta yrði einfalt, en þetta hefur tekið sinn tíma"

"Líkamlegi þáttur leiksins var erfiður, en bara því ég var ekki í góðu formi sjálfur. Ég hafði ekki spilað í langan tíma og þess vegna var ég ekki að spila á 100% getu."

"Ég held að erfiðleikarnir inn á vellinum hvort sem það var í leikjum eða á æfingum hafi einnig stafað af því að lífið utan vallar var öðruvísi en ég hef átt að venjast.
Ef hlutirnir eru ekki að ganga nógu vel utan vallar eins og hjá fjölskyldunni, börnunum og konunni þá gerir það manni erfiðara fyrir. Ég er alveg eins inn á vellinum og utan hans."

"Krakkarnir voru leiðir í byrjun því við fluttum frá öllum vinum þeirra á Spáni. Nú er konan mín ánægð með að vera hér og við erum búin að koma okkur fyrir. Litla dóttir mín talar mjög góða ensku. Dóttir mín er besti enskukennarinn minn."

"Nú hef ég spilað töluvert marga leiki og mér finnst ég hafa aðlagast. Þetta hefur tekið mun lengri tíma en ég hafði vonað í upphafi. Það kom mér á óvart en nú þegar við höldum inn í árið 2006 vona ég að ég geti sagt skilið við þessa tíma. Nú er allt á uppleið, ekki bara hjá mér heldur hjá öllu liðinu."
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan