Bolo ekki meira með
Það hlaut að koma að því. Meiðslalisti Liverpool hefur verið alveg ótrúlega fámennur undanfarið, annað eins hefur varla sést í manna minnum. Það breyttist þó í dag þegar það var staðfest að Bolo Zenden verður líklega ekki meira með liðinu á þessu tímabili. Meiðsli hans eru mun alvarlegri en haldið var í fyrstu og þarf hann að fljúga út til Bandaríkjanna til að undirgangast aðgerð á hné. Það er hinn þekkti læknir, Dr. Richard Steadman í Colorado sem mun sjá um aðgerðina. Talsmaður Liverpool tilkynnti þetta í dag:
"Því miður þá er ólíklegt að Bolo geti spilað meira á þessu tímabili"
Þetta eru afar vondar fréttir fyrir Liverpool, því Bolo var byrjaður að stimpla sig vel inn í liðið eftir frekar hæga byrjun.
-
| Sf. Gutt
Meistaradeildin að byrja -
| Sf. Gutt
Enn þokast Mohamed Salah upp listann! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Meistaradeildarhópur Liverpool staðfestur! -
| Sf. Gutt
Fyrsta æfingin! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Áhættunnar virði! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja Evrópuleikina