Boudewijn Zenden missir af Japansferðinni
Nú er ljóst að Boudewijn Zenden missir af Japansferð Liverpool í næsta mánuði þegar liðið heldur til leiks í Heimsmeistarakeppni félagsliða. Meiðsli hans munu halda honum frá í um mánuð. Þau gátu ekki komið á verri tíma því Hollendingurinn var að komast á flug. Bestu leikir hans á leiktíðinni komu nú í síðustu leikjum og hann skoraði sín fyrstu tvö mörk gegn West Ham United og Portsmouth. Að auki átti hann fínan leik gegn Real Betis í síðustu viku.
Hollendingurinn þarf ekki að fara í aðgerð. Meiðslin mun vera tognun á liðböndum á hægra hné og eiga að jafna sig með hvíld. Vonandi verður hann orðinn góður þegar jólatörnin hefst því þá skiptir öllu að hafa fáa menn á meiðslalistanum. Það merkilega var að áður en Bolo meiddist var enginn leikmaður Liverpool á meiðslalistanum illræmda.
-
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Fjölmargir ungliðar valdir í landslið -
| Sf. Gutt
Mohamed orðinn markahæstur í Evrópukeppnum! -
| Sf. Gutt
Mark númer 100 hjá Roberto Firmino! -
| Sf. Gutt
John Toshack var hætt kominn! -
| Sf. Gutt
Enn og aftur hættur við að hætta! -
| Sf. Gutt
Af leikmannamálum -
| Sf. Gutt
Tap í Madríd -
| Sf. Gutt
Tíu valdir í landslið -
| Sf. Gutt
Verðum að enda leiktíðina af krafti!