Abel dæmdur í átján mánaða bann
Abel Xavier hefur verið dæmdur í átján mánaða bann fyrir að hafa notað ólögleg lyf. Knattspyrnusamband Evrópu tilkynnti þetta nú í vikunni. Portúgalinn heldur þó enn fram sakleysi sínu í málinu. Hann segir eðlilegar skýringar á því að merki um ólögleg lyf fundust við lyfjapróf sem gert var eftir Evrópuleik Middlesborough í lok september. Haft er eftir honum að merki um ólögleg lyf séu tilkominn vegna þess að hann hafi borðað fæðubótarefni.
Þrátt fyrir þessar skýringar Abel er talið ólíklegt banninu verði hnekkt. Standi það verður erfitt fyrir Portúgalann að halda ferli sínum áfram. Ekkert er þó ómögulegt og hver veit nema Abel Xavier sé ekki búinn að syngja sitt síðasta sem atvinnuknattspyrnumaður.
Bannið markar ákveðinn tímamót því Abel er fyrstur leikmanna í ensku Úrvalsdeildinni til að gerast sekur um notkun á lyfjum sem eiga að auka þrótt og þrek. Hingað til hafa leikmenn úr fyrrnefndri deild aðeins verið dæmdir í keppnisbann fyrir notkun á eiturlyfjum.
-
| Sf. Gutt
Jeremie Frimpong búinn að ná sér -
| Sf. Gutt
Virgil van Dijk í úrvalslið í fimmta sinn! -
| Sf. Gutt
Dómur upp kveðinn -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Mohamed fer til Marokkó -
| Sf. Gutt
Engin vandamál! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo meiddur -
| Sf. Gutt
Hvað gerist næst? -
| Sf. Gutt
Sætur sigur á San Siro! -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum

