Abel í vanda staddur
Abel Xavier er í vanda staddur. Hann féll á lyfjaprófi í síðasta mánuði. Portúgalinn hélt þá sakleysi sínu fram en í síðustu viku var tilkynnt að svokallað B sýni bendi líka til þess að hann hafi tekið ólögleg lyf. Abel, sem er nú leikmaður Middlesbrough, heldur sem fyrr segir stíft fram sakleysi sínu í þessu máli en það er ljóst hann hann er nú í vondum málum. Ef Abel dæmist sekur þá verður hann fyrstur leikmanna í ensku Úrvalsdeildinni til að gerast sekur um notkun á lyfjum sem eiga að auka þrótt og þrek. Venjulega eru knattspyrnumenn settir í árs bann hjá Knattspyrnusambandi Evrópu við fyrsta brot af þessu tagi.
Abel kom til Liverpool frá Everton í janúar 2002. Hann lék 21 leik og skoraði tvö mörk áður en hann yfirgaf félagið í febrúar 2004. Eftir dvöl sína hjá Liverpool lék hann sem lánsmaður hjá Galatasaray áður en hann spilaði með Hannover 96 og Roma. Hann kom svo til Middlesbrough á þessari sparktíð. Abel er enn eini Portúgalinn sem hefur leikið með Liverpool.
-
| Sf. Gutt
Óheppnasti leikmaður í heimi? -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Verðum að leggja harðar að okkur! -
| Sf. Gutt
Jeremine Frimpong meiddur -
| Sf. Gutt
Vildi sýna öllum virðingu -
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Curtis með met! -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Þýskalandi! -
| Sf. Gutt
Ryan Gravenberch meiddur -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir

