John Welsh vill skrifa undir hjá Hull
Liverpool er að reyna að krækja í kantmanninn efnilega hjá Hull, Paul Anderson, sem hefur ekki enn leikið leik fyrir aðallið Hull. Liverpool telur hann vera mikið efni og bauð í kappann á föstudaginn en því tilboði var neitað.
John Welsh sem hefur verið í láni frá Liverpool, hefur leikið vel með Hull og hafa þeir áhuga á að kaupa kappann og talið er víst að einhver skipti muni fara fram á Anderson og Welsh.
John virðist því ekki mótfallinn: "Ég hef heyrt þennan orðróm og ég gæti vel hugsað mér að fara til Hull. Ég nýt þess að leika hér og það væri gott skref. Ég verð fyrst að ræða við Liverpool og heyra álit þeirra. Ég vil gjarnan fara hingað og vonandi geta félögin komist að samkomulagi."
-
| Sf. Gutt
Enn og aftur hættur við að hætta! -
| Sf. Gutt
Af leikmannamálum -
| Sf. Gutt
Tap í Madríd -
| Sf. Gutt
Tíu valdir í landslið -
| Sf. Gutt
Verðum að enda leiktíðina af krafti! -
| Sf. Gutt
Stefan Bajcetic kominn í sumarfrí -
| Sf. Gutt
Bara deildin eftir -
| Sf. Gutt
Þurfum nýja og góða leikmenn! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Úr leik!