| Sf. Gutt

Þrír sigrar í röð

Liverpool vann  sinn þriðja sigur í röð þegar liðið lagði Aston Villa að velli á Villa Park í Birmingham um hádegisbilið. Tvö síðbúin mörk tryggðu sigurinn.

Liverpool var sterkari aðilinn lengst af en eins og svo oft áður á leiktíðinni gekk heldur illa að skora. Bæði voru leikmönnum liðsins mislagðar fætur og svo varði markvörður Aston Villa nokkrum sinnum vel. Heimamenn fengu ekki mörg færi og Milan Baros, fyrrum leikmaður Evrópumeistaranna, var í strangri gæslu fyrrum félaga sinna. Djibril Cissé fékk besta færið í fyrri hálfleik en það var varið frá honum þegar hann komst einn í gegn eftir frábæra sendingu frá Steven Gerrard. Peter Crouch kom sterkur til leiks og skapaði usla í vörn Villa. En honum mistókst að skora úr dauðafæri, stuttu eftir að hann kom inná, þegar hann skallaði beint á markvörð heimamanna. Fimm mínútum fyrir leikslok fékk hann þó dæmda vítaspyrnu þegar Liam Ridgewell braut á honum. Steven Gerrard brást ekki bogalistin í þrjúhundraðasta leik sínum og sendi Thomas Sörensen í vitlaust horn. Einni mínútu fyrir leikslok skoraði svo Xabi Alonso með skoti frá vítateig eftir að boltinn hafði borist út til hans eftir harða sókn Liverpool. Stuðningsmenn Liverpool á Villa Park gátu því fagnað fyrsta útisigri Liverpool í deildinni á þessari leiktíð.

Aston Villa: Sorensen, Delaney, Mellberg, Ridgewell, Barry, Davis, McCann, Bakke (Hendrie 82. mín.), Milner, Baros, Phillips (Angel 61. mín.). Ónotaðir varamenn: Taylor, Samuel og Moore.

Gul spjöld: Gareth Barry og Neil McCann.

Liverpool: Reina, Finnan, Hyypia, Carragher, Riise, Gerrard, Alonso, Sissoko, Luis Garcia (Zenden 57. mín.), Morientes (Crouch 68. mín.), Cisse (Kewell 76. mín.). Ónotaðir varamenn: Dudek og Warnock.

Gul spjöld: Mohamed Sissoko og Xabi Alonso.

Mörkin: Steven Gerrard (85. víti) og Xabi Alonso (89. mín.)

Áhorfendur á Villa Park: 42.551.

Rafael Benítez var auðvitað sáttur í leikslok. "Sem framkvæmdastjóri þá er er mjög ánægður en aðalatriðið er að liðið er sterkara en á síðustu leiktíð. Við erum nú búnir að halda markinu jafn oft hreinu og við gerðum á allri síðustu leiktíð. Það segir mikið um framfarir okkar."

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan