| Sf. Gutt

Stórleikur og merkilegt mark

Luis Garcia átti stórleik með Liverpool gegn Anderlecht í gærkvöldi og skoraði glæsilegt mark með skalla. Markið hans var ekki bara fallegt það var líka sögulegt. Þetta var metmark.

Luis Garcia var upp á sitt besta í leiknum og var skiljanlega ánægður með sigurinn. "Við erum núna búnir að vinna tvo leiki í röð og það er okkur mjög mikilvægt. Við vitum að við þurfum að vera miklu stöðugri í deildinni og ég er viss um að við eigum eftir að verða það. Ef við getum haldið áfrm að leika eins og við höfum gert í síðustu leikjum er ég viss um að við eigum eftir að færast nær toppi deildarinnar. Það gengur vel í Meistaradeildinni hjá okkur núna og við erum ánægðir með að vera komnir með tíu stig. Við erum ekki komnir áfram ennþá og þess vegna verður næsti leikur mjög mikilvægur.

Við lékum mjög vel í gærkvöldi. Liðið lék vel og í síðari hálfleik mættum við þeim mjög framarlega á vellinum. Það gaf okkur mikið sjálfstraust. Við erum að spila góða knattspyrnu, skora mörk og halda markinu hreinu."

Hið frábæra skallamark Luis var sögulegt. Þetta var sjöunda markið sem hann skorar fyrir Liverpool í Meistaradeildinni. Hann hefur nú skorað flest mörk leikmanna Liverpool í þeirri keppni. Hann var fyrir leikinn í gærkvöldi jafn Michael Owen með sex Meistaradeildarmörk. Michael á þó enn Evrópumarkamet Liverpool. Það met er 22 mörk.

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan