Í hnotskurn
Loksins kom sigur eftir erfiða viku þar sem allt gekk á afturfótunum. Sigurinn var vel þeginn en hann var líka merkilegur fyrir stærð sína. Þetta er leikur Liverpool og West Ham United í hnotskurn.
- Liverpool lék í fyrsta sinn gegn West Ham United frá því leiktíðina 2002/03.
- Á þeirri leiktíð vann Liverpool 2:0 sigur á West Ham í nóvember 2002. Michael Owen skoraði bæði mörkin og Liverpool var á toppi deildarinnar eftir þann sigur!
- Liverpool gengur jafnan vel á heimavelli gegn West Ham United. Hamrarnir sóttu síðast sigur til Liverpool í september 1963!
- Xabi Alonso skoraði sitt annað mark á leiktíðinni og það fimmta fyrir Liverpool. Fyrir þetta mark þá hafði hann skorað helming marka sinna fyrir Liverpool beint úr aukaspyrnum.
- Sem fyrr sagði þá skoraði Xabi sitt annað mark á leiktíðinni. Hitt markið gegn Sunderland kom á svipuðum slóðum.
- Boudjewijn Zenden skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool.
- Hann varð um annar Hollendinga til að skora fyrir Liverpool. Erik Meijer varð sá fyrsti. Aðeins einn annar Hollendingur hefur spilað með Liverpool. Það var markvörðurinn Sander Westerweld.
- Boudjewijin skoraði fyrsta deildarmarkið á leiktíðinni fyrir framan The Kop. Steven Gerrard skoraði síðasta deildarmark í það sögufræga mark þegar Liverpool og Middlesbrough gerðu 1:1 jafntefli í apríl.
- Jose Reina hélt hreinu í sjötta sinn í níu deildarleikjum.
- Aðeins Chelsea hefur náð að skora í deildinni gegn Liverpool á Anfield Road.
- Glöggir fjölmiðlamenn töldu sig heyra að Teddy Sheringham gefa Peter Crouch góð ráð á meðan þeir voru að hita upp. Innihald þeirra ráða mun hafa verið að halda áfram að berjast þar til hann færi að skora. Fannst fjölmiðlamönnum þetta vel gert hjá Teddy. Ekki er annað hægt en að taka undir það hafi þeir heyrt rétt.
- Teddy Sheringham hefur leikið deildarleiki með Millwall, Nottingham Forest, Tottenham Hotspur, Manchester United, Portsmouth og West Ham United gegn Liverpool.
- Sigurinn var sá stærsti sem Liverpool vinnur í deildinni á Anfield Road frá því Fulham lá í valnum 3:1 í byrjun febrúar. Ótrúlegt en satt.
Liverpool: Reina, Finnan, Hyypia, Carragher, Riise, Garcia, Gerrard, Alonso, Sissoko, Cisse (Zenden 73. mín.) og Morientes (Crouch 90. mín.). Ónotaðir varamenn: Carson, Hamann og Warnock.
Goals: Xabi Alonso (18. mín.) og Boudewijn Zenden (82. mín)
Gul spjöld: Fernando Morientes og Steve Finnan.
West Ham United: Hislop, Repka (Collins 81. mín.), Ferdinand, Gabbidon, Konchesky, Benayoun, Reo-Coker, Mullins, Etherington (Sheringham 67. mín.), Bellion (Aliadiere 60. mín.) og Harewood. Ónotaðir varamenn: Bywater og Dailly.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.537.
Maður leiksins: Xabi Alonso var mjög duglegur líkt og í sðustu leikjum. Hann varðist vel þegar á þurfti að halda og hann studdi líka vel við sóknina. Að auki skoraði hann sitt líka mjög fallegt mark.
Jákvætt :-) Sigurinn var fyrir öllu. Liverpool lék betur en í síðustu leikjum. Nokkrir leikmenn Liverpool léku mjög vel. Má þar nefna Xabi Alonso, Steven Gerrard, Luis Garcia og svo spilaði Fernando Morientes sinn besta leik á leiktíðinni. Það vantaði bara mark hjá honum. Liverpool vann loksins tveggja marka sigur í deildarleik. Mál til komið!
Neikvætt :-( Sigurinn var full tæpur. Þó svo Liverpool hafi haft yfirburði í leiknum þá mátti ekkert út af bera þegar forystan var aðeins eitt mark. Markið sem Boudewijin kom seint og í raun var sigurinn ekki í höfn fyrr en þá. Þó svo tveggja marka sigur hafi unnist þá gekk illa, eins og svo oft áður á leiktíðinni, að nota góð marktækifæri. Djibril Cissé átti daufan leik. Liverpool er enn fyrir neðan miðja deild.
Umsögn Liverpool.is um leikinn: Leikurinn byrjaði mjög rólega. Það kom kannski á óvart að svo var því líklega áttu stuðningsmenn Liverpool von á því að liðið byrjaði af meiri krafti. Á 18. mínútu náði Liverpool þó forystu. Luis Garica tók hornspyrnu. Vörn West Ham kom boltanum ekki frá að gagni og hann barst til Xabi Alonso sem var rétt utan við vítateignn. Hann skaut nákvæmu skoti að marki sem hafnaði neðst í horninu fjær. Boltinn hafði örlitla viðkomu í varnarmanni Hamranna en óvíst er hvort það skipti máli um endastöð boltans. Það má segja að þetta hafi verið það eina sem verulega markvert átti sér stað í fyrri hálfleik. Síðari hálfleikur byrjaði rólega. Liverpool hafði yfirhöndina en Hamrarnir reyndu hvað þeir gátu en vörn Liverpool gaf fá færi á sér. Eftir ellefu mínútna leik í síðari hálfleik bjargaði Paul Konchesky tvívegis á línu eftir hornspyrnu. Fyrst frá Sami Hyypia og svo frá Fernando Morientes. Á 68. mínútu varði Shaka Hislop mjög vel skalla frá Fernardo Morientes. Reyndar átti Fernando að skora því hann fékk boltann í mjög góðu færi. Stuttu síðar var Luis Garcia, sem átti mjög líflegan leik, tvívegis ágengur við mark gestanna. Fyrst var frábærlega varið frá honum og svo skallaði hann rétt framhjá. Þetta þróaðist því eins og svo oft áður á þessari leiktíð. Liverpool var einu marki yfir en gekk illa að klára leikinn. Leikmenn West Ham voru ekki mjög ágengir en það örlaði af og til á óöryggi í vörn Liverpool. En sigurinn komst endanlega í höfn á 82. mínútu. Boudewijn Zenden, kom kom inn sem varamaður, slapp þá inn í vítateig Hamranna og skoraði með þrumuskoti í stöng og inn fyrir framan The Kop. Þetta var fyrsta mark Hollendingsins fyrir Liverpool. Um leið var það fyrsta deildarmarkið sem Liverpool skorar fyrir framan The Kop á leiktíðinni. Nú gátu leikmenn og stuðningsmenn Liverpool andað léttar og þrjú stig bættust í safnið.
-
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Fulltrúar Liverpool á EM -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Brighton og Liverpool – Leicester -
| Sf. Gutt
Nýr búningur kynntur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Frábær úrslit! -
| Sf. Gutt
Merkileg tímamót! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja Evrópuleikina -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld!