| SSteinn

Fernando Morientes og framtíð hans?

Rafa Benítez er orðinn þreyttur á sögusögnum um það hvaða menn séu á leið til liðsins og hverjir séu á leið út um dyrnar.  Nú síðast er talsvert búið að ræða um hugsanlega brottför Fernando Morientes frá félaginu.

Rafa:  "Hann er virkilega staðráðinn í því að sanna sig á Englandi.  Ég veit ekki af hverju fólk heldur áfram að tala um Joaquin, við höfum aldrei rætt hann, og við höfum svo sannarlega aldrei rætt það að Morientes eða Cissé séu á leið upp í kaupverð á honum.  Ég les hluti í spænsku pressunni og ég talaði við Nando og bað hann um að gleyma þessu öllu saman.  Ég veit að hann vill ná árangri hérna.  Það er á tæru.  Þeir hafa verið að tala um það í pressunni þar að hann sé á leið tilbaka til Spánar og ég veit að hann á marga vini sem lesa blöðin og ræða svo við hann og því þurfti ég að ræða þessi mál við Nando.

Hann skilur leikinn hérna betur núna, en við þurfum líka að skilja betur hans leik og hann þarf að kynnast samherjum sínum betur.

Ég var hissa um síðustu helgi vegna þess að á 20 mínútum þá fékk hann þrjú færi og það er ekki eðlilegt þegar hann brennir þeim öllum af.  Ég held að það tengist því ekkert að þetta sé stíllinn á enska boltanum.  Þetta voru dauðafæri.  Hann er góður klárari, þannig að það er ekki eðlilegt þegar hann brennir svona af.  Hann er að spila vel og er að leggja hart að sér til að vera í sem bestu líkamlegu formi.  Ég held að leikæfingin hjá honum sé að koma.  Þú horfir á hann á æfingum og sérð hann koma sér í betra og betra form, en þú þarft að spila leiki með varaliðinu eða aðalliðinu til að verða ekki jafn ryðgaður í leikjum."

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan