Viðurkenningar til fyrrum leikmanna Liverpool
Tveir fyrrum leikmenn Liverpool fengu viðurkenningar fyrir framgöngu sína í Úrvalsdeildinni í september. Það er alltaf ánægjulegt þegar fyrrum leikmönnum Liverpool farnast vel og skal því hér grein frá þessu.
Paul Jewell, framkvæmdastjóri Wigan Athletic var valinn Framkvæmdastjóri mánaðarins eftir að hafa komið Wigan upp í efri hluta Úrvalsdeildarinnar. Paul lék reyndar aldrei með aðalliði Liverpool en hann er fæddur í Liverpool og ólst upp hjá félaginu. Hann lék með varaliðinu á níunda áratug síðustu aldar en var ekki nógu góður til að komast í aðalliðið. Það var reyndar ekkert áhlaupaverk á þeim tíma. Paul stýrði Bradford City líka í Úrvalsdeildinni þegar liðið lék þar síðast.
Danny Murphy var valinn besti leikmaður Úrvalsdeildarinnar í september. Hann lék mjög vel með liði Charlton Athletic. Danny, sem hefur leikið níu landsleiki og skorað eitt mark, var orðaður við endurkomu í enska landsliðið. Hann fékk þó ekki náð fyrir augum þeirra sem velja liðið. En Danny er búinn að leika frábærlega á þessari leiktíð og skora nokkur mörk.
Danny lék á sínum tíma 249 leiki með Liverpool og skoraði 44 mörk. Hann vann fimm titla á ferli sínum með Liverpool Árið 2001 vann hann F.A. bikarinn, Evrópukeppni félagsliða, Góðgerðarskjöldinn og Stórbikar Evrópu. Tveimur árum seinna bætti hann Deildarbikarnum í verðlaunasafn sitt.
Það er alltaf gleðilegt þegar fyrrum leikmönnum Liverpool gengur vel en það væri enn gleðilegra ef núverandi fulltrúar Liverpool nældu í þessar viðurkenningar og það sem fyrst! Til dæmis í þessum mánuði!
-
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Stóð sannarlega undir væntingum! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Deildarbikarnum! -
| Sf. Gutt
Íslenskir heiðursgestir á Anfield! -
| Sf. Gutt
Trent kominn upp í 100! -
| Sf. Gutt
Sorgarfréttir -
| Sf. Gutt
Fjórir sigrar í röð í Mílanó! -
| Sf. Gutt
Ótrúlegur munur! -
| Sf. Gutt
Til hamingju!