| Haraldur Dean Nelson

Zenden: Ég á enn eftir að sýna mitt besta

Bolo Zenden segir að hann eigi enn eftir að sýna sitt besta fyrir Liverpool. Hollendingurinn vonar að hann verði í byrjunarliðinu sem mætir Blackburn á morgun en hann kom ekki við sögu í leikjunum við Chelsea um mánaðarmótin.

Zenden viðkennir fúslega að rótering leikmanna inn og út úr liðinu sé ný reynsla fyrir sig. Hann sé hins vegar ákveðinn í því að sýnar Rafael Benítez að hann eigi skilið reglulegt sæti í byrjunarliðinu.

„Undanfarin ár hef ég spilað í hverri viku þannig að það er ný reynsla fyrir mig að fara inn og út úr liðinu á víxl,“ segir Zenden. „Þetta getur reynst eftir fyrir leikmenn sem eiga ekki svona róteringu að venjast en stjórinn hefur fyrir okkur hvernig hann hyggist taka á því að spila í fjórum keppnum á tímabilinu.

Það er undir mér komið að aðlagast breyttum aðstæðum, halda einbeitingunni og sannfæra stjórann um að ég eigi reglulega sæti í liðinu.

Ég hef verið sáttur við frammistöðu mína á vellinum hingað til en veit samt að ég á enn eftir að bæta mig heilmikið. Stuðningsmennirnir hafa enn ekki séð mitt besta í Liverpoolbúningnum. Ég get sýnt þeim mun meira en ég hef gert fram að þessu.

Vonandi fæ ég tækifæri til að spila gegn Blackburn um helgina. Margir úr liðinu hafa verið á faraldsfæti síðustu 10 dagana meðan ég og fleiri höfum stundað æfingarnar á Melwood stíft undir stjórn Paco. Ef stjórinn hyggst gera einhverjar breytingar kann að vera að hann líti svo á að þeir sem hafa ekki verið að spila með landsliðinum sínum séu frískari en hinir. Það gætu verið góðar fréttir fyrir mig.

Leikurinn gegn Blackburn verður hörkuleikur. Þeir sigruðu Manchester United á Old Trafford þannig að við vitur að þetta verður erfitt. Við höfum þurft að bíða lengi eftir þessum leik, eftir tapið gegn Chelsea, og ég er viss um að við viljum allir losa okkur við þann draug með sigri í þessum leik.“

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan