Listaverk
Það var mikil og góð stemmning á Anfield Road í gærkvöldi þegar margfaldir meistarar þessa ágæta árs gengu á hólm. Ekki var andrúmsloftið eins magnað eins og þegar sömu lið tókust á í vor í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. En stuðningsmenn Liverpool létu sem fyrr sitt ekki eftir liggja og hvöttu sína menn til dáða af miklum krafti.
Söngvar The Kop voru að sjálfsögðu úthugsaðir. Til dæmis var sungið "Hvar voru þið í Istanbúl?" og svo var auðvitað hamrað á Evrópumeistaratigninni! En listsköpun áhorfenda naut sín líka sem oftar.
Þarna eru Evrópubikararnir fimm!
Jose Mourinho er hér minntur á að hann hafði rétt fyrir sér í vor þegar hann sagði, eftir fyrri undanúrslitaleikinn, að 99,9% stuðningsmanna Liverpool teldu að liðið þeirra væri komið í úrslitaleikinn! Þar hitti hann naglann á höfuðið þó svo að hann hefði hugsað ummælin á annan veg!
Hér eru svo stuðningsmenn Evrópumeistaranna á The Kop í öllu sínu veldi!
Það var vel orðað hjá Rafael Benítez þegar framkvæmdastjóri Chelsea talaði um að allur heimurinn væri á móti liðinu hans. Rafael sagði einfaldlega. ,,Við höfum stuðningsmenn okkar með okkur. Ég þarf enga aðra!"
-
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Heimir Eyvindarson
Hvað sem hver segir -
| Sf. Gutt
Fyrsta deildartapið frá í haust!