| Hjörtur Örn Eysteinsson
Rafael Benítez sagði eftir meistararimmu kvöldsins að Liverpool hafi verið betri aðilinn í leiknum og að liðið hafi að minnsta kosti átt að fá eina vítaspyrnu.
TIL BAKA
"Við vorum betri"

Rafa lýsti yfir ánægju með frammistöðu sinna manna og sagði að þeir hafi verið óheppnir að fá ekki þrjú stig úr leiknum. Þá sagði hann einnig að dómarinn hefði átt að dæma víti á Chelsea þegar William Gallas handlék knöttinn.
“Þetta var augljóst víti þegar maður sér þetta í sjónvarpinu. Þegar maður spilar gegn stórum liðum skipta öll smáatriði máli. Þetta var stórt atriði og ótrúlegt að fá ekki vítið. Kannski áttum við að fá annað víti í leiknum en fengum það ekki heldur.
“Við spiluðum vel og að mínu mati vorum við betri en Chelsea. Við vitum að munurinn á þeim og okkur er ekki það mikill. Við sýndum fólki að við erum færir um að sigra þá. Við unnum á síðasta tímabili og við getum unnið þá aftur.
“Við vildum vinna leikinn, reyndum að spila á miklum hraða og Crouch gerði vel í að halda boltanum uppi fyrir okkur. Það er margt jákvætt í þessum leik sem við getum tekið með okkur.”
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum
Fréttageymslan