Stephen Warnock steinhissa á landsliðsvalinu
Stephen Warnock viðurkennir að hann var steinhissa þegar hann fékk skilaboð um að hann hefði verið valinn í enska landsliðshópinn, þrátt fyrir að hann hafi vitað af hugleiðingum í þá veru.
"Ég trúi þessu varla ennþá. Ég hafði lesið í blöðunum í síðustu viku skoðanir manna á því að ég ætti að vera í hópnum en ég var sjálfur ekki svo viss um það. Ég fékk svo skilaboð í símann minn um kl. 7.15 í gærkvöldi frá enska knattspyrnusambandinu þar sem mér var tilkynnt að ég væri í hópnum. Roy Evans hringdi strax í mig til að óska mér alls hins besta. Það var vingjarnlegt af honum að hringja í mig. Chris Kirkland hringdi líka í mig. Hann er einn af mínum bestu vinum og það er frábært að sjá hann aftur í hópnum líka. Þetta er frábært fyrir mig perónulega og fer langt með að bæta mér upp vonbrigði síðasta tímabils.
Istanbul var frábær reynsla þar sem ég elska klúbbinn en það var líka mjög sárt að missa af því. Auðvitað gladdist ég mikið yfir sigrinum en ég var mjög svekktur yfir að missa af úrslitaleiknum. Ég hef hugsað mikið um það í sumar hvar ég þarf að bæta mig og sem betur fer hefur stjórinn treyst mér. Ég verð bara að tryggja að ég sé fyrsti valkostur í vinstri bakverðinum en það er frábært fyrir sjálfstraustið að vera kallaður í enska landsliðið núna.
Ég hlakka til að sýna hvað ég get gert. Ashley Cole er augljóslega fyrsti valkostur í vinstri bakvörðinn, en fyrir utan kannski Wayne Bridge og Paul Konchesky eru ekki mjög margir vinstri bakverðir til staðar."
-
| Sf. Gutt
Það var fyrir níu árum! -
| Sf. Gutt
Jarell Quansah gerir nýjan samning -
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Áfram á toppnum! -
| Sf. Gutt
Federico meiddur -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Hinsta ferð Ron Yeats -
| Sf. Gutt
Er ekkert að spá í stigatöfluna! -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Stóð sannarlega undir væntingum!