Warnock vill fyrsta verðlaunapeninginn

Stephen Warnock hefur ekki unnið neinn verðlaunapening á knattspyrnuferli sínum. Hann missti af sæti á varamannabekknum í Istanbúl í vor. Hann missti því af gullinu þar og það olli honum miklum vonbrigðum. Hann vonast nú til þess að hefja gullsöfnun með því að vera í sigurliði á Leikvangi Loðvíks annars í Mónakó í kvöld.
,,Við viljum allir fyrir hvern mun vinna titla og vera sigursælir á þessari leiktíð. Við getum byrjað á því með því að vinna Stórbikarinn á föstudaginn. Ég hef aldrei unnið neitt með Liverpool og hef aldrei tekið þátt í úrslitaleik. Þess vegna er leikurinn á föstudaginn einkar sérstakur fyrir mig. Mig langar að taka þátt í honum og leggja mitt af mörkum svo við getum unnið titil. Ef það gengi eftir myndi það fullkomna frábæra viku fyrir mig persónulega.
Ég hlakka mikið til leiksins og get ekki beðið eftir að hann byrji. Það er frábært að fá að taka þátt í undirbúningi fyrir bikarúrslitaleik. Ég vil fyrir alla muni ná að njóta þessa viðburðar. Það er ef ég verð valinn til að leika. Sigur myndi veita okkur mikið sjálfstraust nú í byrjun leiktíðarinnar. Við getum unnið sex titla á leiktíðinni og við viljum vinna þá alla. Það verður erfitt en við stefnum að því. "
-
| Sf. Gutt
Mohamed fer til Marokkó -
| Sf. Gutt
Engin vandamál! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo meiddur -
| Sf. Gutt
Hvað gerist næst? -
| Sf. Gutt
Sætur sigur á San Siro! -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Mohamed skilinn eftir heima í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Allt í uppnámi eftir hörð orð Mohamed Salah! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Í minningu

