Nýtt þjálfaralið Benítez

Pako Ayesteran, Paco Herrera og Jose Ochotorena eru nýju þjálfarar Liverpool.
Ayesteran var aðstoðarmaður Benítez hjá Tenerife og Valencia og mun sjá um þjálfun aðalliðsins. Ayesteran hefur sterkar taugar til Liverpool síðan hann var um tvítugt er hann sendi beiðni til Liverpool um að útvega áhugamannaliði nokkru búninga. Þeir voru sendir um hæl og að sögn Benítez, sem hefur þekkt hann í fjölda ára, varð Ayesteran svo mikið um að honum vöknaði ætíð um augu er minnst var á Liverpool.
Herrera hefur mikla reynslu og verið framkvæmdastjóri Badajoz, Numancia, Merida, Albacete, Polideportivo Ejido og Recreativo de Huelva. Herrera var stjóri Numancia 1997/98 tímabilið er liðið komst í undanúrslit bikarsins og upp í 1. deild. Hann tók við úrvalsdeildarliði Merida í tvö ár en snéri svo aftur til Numancia sumarið 2000, sem hafði þá leikið eitt ár á meðal þeirra bestu. Hins vegar voru úrslit liðsins á þann veg að Herrera var rekinn eftir 12 leiki. Liðið hafði tapað þremur leikjum í röð og var einu stigi fyrir ofan fallið.
Ochotorena, sem var markmannsþjálfari Valencia, tekur við af Joe Corrigan. Fastlega er reiknað með því að Ian Rush verði áfram á Melwood og verði ráðinn í fullt starf.
Benítez kynnti fjölmiðlum þjálfaralið sitt í gær á fyrstu æfingunni á þessu tímabili: "Ég er mjög spenntur fyrir þessari nýju áskorun. Það eru engir aðrir spænskir þjálfarar í ensku úrvalsdeildinni og því verður þetta mælikvarði á getu spænskra þjálfara. Ég vil kenna hvernig Spánverjar starfa."
-
| Sf. Gutt
Aftur til æfinga -
| Sf. Gutt
Minningarorð Arne Slot -
| Sf. Gutt
Í minningu Diogo Jota -
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður