| Sf. Gutt
TIL BAKA
Fimm bestu
Sannfærandi sigur sem vonandi hefur komið liðinu á rétta braut. Einn sólskinsdagur breytir ekki vetri í sumar en þessi leikur lofaði góðu. Líklega hefur eitthvað svipað verið skrifað áður eftir sigurleik Liverpool fyrr á þessari leiktíð. En nú er tækifæri til að rífa liðið í gang. Ef sannfærandi sigur næst gegn Úlfunum á morgun er kominn grunnur að kraftmikilli rispu liðsins. Við sjáum hvað situr.
Þessi leikur gekk ekki mikið öðruvísi fyrir sig en nokkrir aðrir leikir Liverpool á leiktíðinni. Næg færi gáfust. Liðið komst yfir og lék með betra móti. Munurinn var sá að Liverpool hélt út, kláraði verkefnið og landaði öruggum sigri. Það er þetta sem hefur vantað. Að ljúka verkefnunum.
Það var ekki nein tilviljun að Michael Owen skyldi vera í aðalhlutverki í leiknum. Hann skoraði tvívegis og lagði upp eitt. Þetta var hefðbundið svar hans þegar gagnrýnin hefur mokast sem mest yfir hann. Ég á von á að hann verði andstæðingum sínum erfiður til loka leiktíðar.
Matsnefndin hefur getað skemmt sér við að horfa á leikinn og hér kemur vitnisburður nefndarinnar.
1. Michael Owen. Núna lék hann eins og hann best getur og tvö frábær mörk voru uppskeran. Hann var á ferðinni út um allan völl og dugur hans var með ólíkindum. Hann verðskuldaði sannarlega frábærar viðtökur frá The Kop. Hann hefði hæglega getað skorað þrennu. Tvær tilraunir hans voru mjög nærri lagi.
2. Dietmar Hamann. Didi potar boltanum aldrei í markið! Þvílíkt mark. Hann sýndi frábæra tækni þegar hann afgreiddi boltann í markið. Hann átti frábæran leik á miðjunni og var sókndjarfari en oft.
3. Steven Gerrard. Hann átti topp leik að venju og var úti um allan völl. Hann hefði átt að fá vítaspyrnu þegar Smertin felldi hann. Hann lagði upp þriðja markið fyrir Michael Owen.
4. Jamie Carragher. Hann átti framúrskarandi leik. Hann var mjög sókndjarfur í stöðu hægri bakvarðar. Fyrrum fyrirliði Liverpool Phil Neal var lýsendum til aðstoðar á Liverpoolfc.tv. Hann sagði að Carra hefði verið frábær. Það vefst ekkert fyrir honum að skipta um stöðu og leika hægri bakvörð í staðinn fyrir vinstri. Líklega er þetta besta staða hans.
5. Igor Biscan. Igor átti hörkuleik og líklega var þetta einn besti leikur hans á leiktíðinni. Hann var sókndjarfur, braut sóknir á bak aftur og hefði getað skorað. Aðeins snilli Shaka Hislop kom í veg fyrir að hann skoraði.
Þá er það staða efstu manna. Framganga Michael Owen þokar honum upp á við. Dietmar hefur verið duglegur við stigasöfnun í síðustu leikjum.
Steven Gerrard 121 stig
Harry Kewell 82 stig
Sami Hyypia 54 stig
Dietmar Hamann 53 stig
Michael Owen 45 stig
Vladimir Smicer 42 stig
Þessi leikur gekk ekki mikið öðruvísi fyrir sig en nokkrir aðrir leikir Liverpool á leiktíðinni. Næg færi gáfust. Liðið komst yfir og lék með betra móti. Munurinn var sá að Liverpool hélt út, kláraði verkefnið og landaði öruggum sigri. Það er þetta sem hefur vantað. Að ljúka verkefnunum.
Það var ekki nein tilviljun að Michael Owen skyldi vera í aðalhlutverki í leiknum. Hann skoraði tvívegis og lagði upp eitt. Þetta var hefðbundið svar hans þegar gagnrýnin hefur mokast sem mest yfir hann. Ég á von á að hann verði andstæðingum sínum erfiður til loka leiktíðar.
Matsnefndin hefur getað skemmt sér við að horfa á leikinn og hér kemur vitnisburður nefndarinnar.
1. Michael Owen. Núna lék hann eins og hann best getur og tvö frábær mörk voru uppskeran. Hann var á ferðinni út um allan völl og dugur hans var með ólíkindum. Hann verðskuldaði sannarlega frábærar viðtökur frá The Kop. Hann hefði hæglega getað skorað þrennu. Tvær tilraunir hans voru mjög nærri lagi.
2. Dietmar Hamann. Didi potar boltanum aldrei í markið! Þvílíkt mark. Hann sýndi frábæra tækni þegar hann afgreiddi boltann í markið. Hann átti frábæran leik á miðjunni og var sókndjarfari en oft.
3. Steven Gerrard. Hann átti topp leik að venju og var úti um allan völl. Hann hefði átt að fá vítaspyrnu þegar Smertin felldi hann. Hann lagði upp þriðja markið fyrir Michael Owen.
4. Jamie Carragher. Hann átti framúrskarandi leik. Hann var mjög sókndjarfur í stöðu hægri bakvarðar. Fyrrum fyrirliði Liverpool Phil Neal var lýsendum til aðstoðar á Liverpoolfc.tv. Hann sagði að Carra hefði verið frábær. Það vefst ekkert fyrir honum að skipta um stöðu og leika hægri bakvörð í staðinn fyrir vinstri. Líklega er þetta besta staða hans.
5. Igor Biscan. Igor átti hörkuleik og líklega var þetta einn besti leikur hans á leiktíðinni. Hann var sókndjarfur, braut sóknir á bak aftur og hefði getað skorað. Aðeins snilli Shaka Hislop kom í veg fyrir að hann skoraði.
Þá er það staða efstu manna. Framganga Michael Owen þokar honum upp á við. Dietmar hefur verið duglegur við stigasöfnun í síðustu leikjum.
Steven Gerrard 121 stig
Harry Kewell 82 stig
Sami Hyypia 54 stig
Dietmar Hamann 53 stig
Michael Owen 45 stig
Vladimir Smicer 42 stig
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Aftur til æfinga -
| Sf. Gutt
Minningarorð Arne Slot -
| Sf. Gutt
Í minningu Diogo Jota -
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður
Fréttageymslan