| Sf. Gutt

Ég ber fulla ábyrð!

Arne Slot segist bera fulla ábyrgð á ógöngum Liverpool upp á síðkastið. Hann sagði eftir tapið fyrir Nottingham Forest, að árangur liðsins í síðustu leikjum sé óravegu frá því að vera ásættanlegur! 

,,Ég legg áherslu á að ég fulla ber ábyrgð á töpunum upp á síðkastið. Maður ber ábyrð á sigrum jafnt sem töpum.Þið spurðuð mig út í vafaatriði í dómsæslunni. Ég nota aldrei slíkt sem afsökun og ég vil ekki vera að leita uppi einhverjar afsakanir fyrir gengi okkar í síðustu leikjum. Staðreyndin er einfaldlega sú að árangur okkar upp á síðkastið er óravegu frá því að vera ásættanlegur og ég byr ábyrð á því." 

Virðingavert er hjá Arne Slot að tala svona. Vonandi tekst að koma liðinu á réttan kjöl sem allra fyrst. Annað gengur ekki!

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan