Meistaraheppni í París?
Liverpool vann ótrúlegan 0-1 sigur á PSG á Parc des Princes í gærkvöldi, eftir að hafa verið í hálfgerðri nauðvörn meira og minna allan leikinn.
Ég veit ekki hvað segja skal um þennan leik. PSG voru miklu betri í fyrri hálfleik og yfirspiluðu okkar menn. Liverpool var heppið að vera ekki 2-3 mörkum undir í hálfleik. Þar munaði mestu um frábæra frammistöðu Alisson í markinu og svo er ekki hægt að segja annað en að Liverpool hafi verið heppið með dómgæsluna og VAR.
Í seinni hálfleik náði Liverpool að þétta raðirnar aðeins og koma betra skipulagi á varnarleikinn. Það gerði það að verkum að leikmenn PSG komust ekki alveg eins nálægt markinu, en þeir áttu nokkur mögnuð skot sem Alisson varði á ótrúlegan hátt.
Slot gerði þrjár breytingar þegar líða tók á leikinn. Á 67. mínútu komu Nunez og Jones inn fyrir Jota og Diaz og á 79. mínútu kom Endo inn fyrir Gravenberch. Allir stóðu sig mjög vel. Fjórum mínútum fyrir leikslok kom Harvey Elliot síðan inn fyrir Salah og 47 sekúndum síðar skoraði hann sigurmark leiksins, með sinni fyrstu snertingu. Nunez gerði vel í aðdraganda marksins.
Ótrúlegur sigur, kannski ekki sá sanngjarnasti en örugglega einn sá sætasti.
Liverpool: Alisson, Trent, Robertson, Konaté, Van Dijk, Gravenberch, Mac Allister, Szoboszlai, Diaz, Jota, Salah.
Maður leiksins: Alisson Becker. Þvílíkur markvörður! Hann hefur sjaldan haft eins mikið að gera og sagði sjálfur eftir leik að líklega hefði hann aldrei átt betri leik. Ég get tekið undir það, ég hef aldrei séð aðra eins frammistöðu.
YNWA!
-
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir! -
| Sf. Gutt
Florian Wirtz keyptur fyrir metfé!