| Sf. Gutt

Ekki spá í treyjunar!

Liverpool hafði gengið hroðalega á móti Real Madrid fyrir leikinn í fyrradag. Liverpool hafði ekki unnið einn einasta leik af síðustu átta leikjum liðanna. Arne Slot gaf leikmönnum sínum gott ráð fyrir leikinn og þó að hafi varla ráðið úrslitum spillti það ekki fyrir. 

,,Ég sagði þeim að gleyma treyjum liðsins sem þeir væru að fara að spila við. Ég sagði þeim þess í stað að einbeita sér að því sem þeir væru bestir í." 

Leikmenn Liverpool voru sannarlega einbeittir og unnu öruggan sigur á Evrópumeisturunum. Það var sannarlega kominn tími á sigur Liverpool á móti Real Madrid!

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan