Heilsteypt lið!
Xabi Alonso, fyrrum leikmaður Liverpool og núverandi framkvæmdastjóri Bayer Leverkusen, segir að lið Liverpool sé mjög heilsteypt. Hann sagði þetta eftir að Liverpool vann stórsigur á þýska liðinu sem hefur unnið þrjá titla á þessu ári. Þýsku deildina, þýska bikarinn og Stórbikar Þýskalands.
,,Þetta er heilsteypt lið. Þeir geta bæði varist og skorað. Það er kraftur í liðinu aftast á vellinum og eins fremst. Liðið getur haldið hreinu og skorað án þess að skapa sér mörg færi. Þetta er mikill styrkur í Meistaradeildinni. Sérstaklega þegar útsláttarkeppnin hefst."
,,Liðið býr yfir þessum krafti. Það er vissulega svolítið snemmt að segja til um þetta allt en liðið er mjög sterkt nú um stundir. Það er gott jafnvægi í liðinu og þjálfarinn er hingað til búinn að skila frábærri vinnu. Leiktíðin lofar sannarlega góðu en það er reyndar bara nóvember ennþá sem komið er."
Sannarlega góð umsögn hjá Xabi!
-
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum -
| Sf. Gutt
Þrjú stig duga!