| Sf. Gutt
Liverpool endaði Bandaríkjaferðina eins og best varð á kosið. Liverpool lagði Manchester United að velli og það er alltaf ánægjulegt. Liverpool vann leikinn 3:0 sem verður að teljast stórgott!
Liverpool skartaði nýjum varabúningi í fyrsta sinn. Búningurinn sem er svartur var kynntur opinberlega á fimmtudaginn.
Manchester United fékk fyrsta færið en Caoimhin Kelleher varði vel. En eins og á móti Arsenal komst Liverpool yfir snemma. Fabio Carvalho fékk boltann vinstra megin í vítateignum eftir tíu mínútur. Hann lék á Casemiro eins og hann væri ekki til og skoraði svo með skoti neðst út í hornið fjær. Vörn Liverpool var ekki nógu sannfærandi og Manchester United komst í of mörg færi og Caoimhin varði tvívegis mjög vel. Liverpool spilaði reyndar mjög vel á köflum og refsaði United á 36. mínútu. Mohamed Salah stakk varnarmann af á hægri kantinum, lék inn í vítateig, gaf fyrir á Curtis Jones sem skoraði af stuttu færi. Góð staða í hálfleik.
Caoimhin Kelleher fór af velli í hálfleik og Vietzslav Jaros kom í markið. Tékkinn tók við af Íranum og hélt áfram að verja forystu Liverpool þegar með þurfti. Liverpool jók svo forystuna á 61. mínútu. Frábært spil fram hægri kantinn endaði með því að Conar Bradley gaf fyrir á Diogo Jota. Skot hans af stuttu færi var varið en markmaðurinn hélt ekki boltanum. Kostas Tsimikas var nærri, tók frákastið og skoraði af harðfylgi. Ekki varð aftur snúið og góðum sigri Liverpool varð ekki ógnað.
Liverpool spilaði á köflum mjög vel og sigurinn var sannarlega góður. En Manchester United fékk alltof mörg færi. Markverðir Liverpool voru frábærir en reyndar fékk Liverpool líka góð færi. Liverpool vann æfingaleikina þrjá og ekki var hægt að biðja um meira!
Arne Slot getur verið ánægður með margt hjá nýja liðinu sínu. Liverpool átti marga mjög góða leikkafla í Bandaríkjaferðinni en vörnin var of oft opin. Sérstaklega í þessum leik. En í heildina kom leikur Liverpool vel út.
Liverpool: Kelleher (Jaros 46′); Bradley (Stephenson 72′), Quansah (Phillips 65′), Konate (Van den Berg 46′), Tsimikas (Chambers 65′); Jones (Nyoni 60′), Gravenberch (Bajcetic 65′), Elliott (Morton 65′); Salah (Doak 65′), Carvalho (Endo 65′) og Jota (Blair 65′).
Áhorfendur í Columbia: 77.559.
Leikurinn hófst þegar klukkuna vantaði stundarfjórðung í miðnætti í gærkvöldi að íslenskum tíma. Þetta var síðasti æfingaleikur Liverpool í Bandaríkjaferðinni. Næsti æfingaleikur Liverpool fer fram á Anfield Road næstkomandi laugardag. Liverpoool mætir þá Sevilla og hefst leikurinn klukkan hálf tólf að íslenskum tíma. Sama dag mætir Liverpool reyndar Las Palmas í æfingaleik sem er ekki opinber.
TIL BAKA
Sigur í síðasta æfingaleiknum
Liverpool endaði Bandaríkjaferðina eins og best varð á kosið. Liverpool lagði Manchester United að velli og það er alltaf ánægjulegt. Liverpool vann leikinn 3:0 sem verður að teljast stórgott!
Liverpool skartaði nýjum varabúningi í fyrsta sinn. Búningurinn sem er svartur var kynntur opinberlega á fimmtudaginn.
Manchester United fékk fyrsta færið en Caoimhin Kelleher varði vel. En eins og á móti Arsenal komst Liverpool yfir snemma. Fabio Carvalho fékk boltann vinstra megin í vítateignum eftir tíu mínútur. Hann lék á Casemiro eins og hann væri ekki til og skoraði svo með skoti neðst út í hornið fjær. Vörn Liverpool var ekki nógu sannfærandi og Manchester United komst í of mörg færi og Caoimhin varði tvívegis mjög vel. Liverpool spilaði reyndar mjög vel á köflum og refsaði United á 36. mínútu. Mohamed Salah stakk varnarmann af á hægri kantinum, lék inn í vítateig, gaf fyrir á Curtis Jones sem skoraði af stuttu færi. Góð staða í hálfleik.
Caoimhin Kelleher fór af velli í hálfleik og Vietzslav Jaros kom í markið. Tékkinn tók við af Íranum og hélt áfram að verja forystu Liverpool þegar með þurfti. Liverpool jók svo forystuna á 61. mínútu. Frábært spil fram hægri kantinn endaði með því að Conar Bradley gaf fyrir á Diogo Jota. Skot hans af stuttu færi var varið en markmaðurinn hélt ekki boltanum. Kostas Tsimikas var nærri, tók frákastið og skoraði af harðfylgi. Ekki varð aftur snúið og góðum sigri Liverpool varð ekki ógnað.
Liverpool spilaði á köflum mjög vel og sigurinn var sannarlega góður. En Manchester United fékk alltof mörg færi. Markverðir Liverpool voru frábærir en reyndar fékk Liverpool líka góð færi. Liverpool vann æfingaleikina þrjá og ekki var hægt að biðja um meira!
Arne Slot getur verið ánægður með margt hjá nýja liðinu sínu. Liverpool átti marga mjög góða leikkafla í Bandaríkjaferðinni en vörnin var of oft opin. Sérstaklega í þessum leik. En í heildina kom leikur Liverpool vel út.
Liverpool: Kelleher (Jaros 46′); Bradley (Stephenson 72′), Quansah (Phillips 65′), Konate (Van den Berg 46′), Tsimikas (Chambers 65′); Jones (Nyoni 60′), Gravenberch (Bajcetic 65′), Elliott (Morton 65′); Salah (Doak 65′), Carvalho (Endo 65′) og Jota (Blair 65′).
Áhorfendur í Columbia: 77.559.
Leikurinn hófst þegar klukkuna vantaði stundarfjórðung í miðnætti í gærkvöldi að íslenskum tíma. Þetta var síðasti æfingaleikur Liverpool í Bandaríkjaferðinni. Næsti æfingaleikur Liverpool fer fram á Anfield Road næstkomandi laugardag. Liverpoool mætir þá Sevilla og hefst leikurinn klukkan hálf tólf að íslenskum tíma. Sama dag mætir Liverpool reyndar Las Palmas í æfingaleik sem er ekki opinber.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Steven syrgir Sven -
| Sf. Gutt
Harvey Elliott meiddur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Fulltrúar Liverpool á EM -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Brighton og Liverpool – Leicester -
| Sf. Gutt
Nýr búningur kynntur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Frábær úrslit! -
| Sf. Gutt
Merkileg tímamót!
Fréttageymslan