| Sf. Gutt
Jarrell Quansah er einn efnilegasti leikmaður Liverpool og þótt víðar væri leitað. Það var sannarlega mikið lán að honum skyldi hafa litist betur á Liverpool en Manchester. Hann fæddist í Warrington sem er borg miðja vegu milli Liverpool og Manchester. Fjölskyldan hans er frá Manchester en hann valdi Liverpool. Sem betur fer!
,,Fjölskyldan mín er frá Manchester svo það hefði kannski verið einfaldara að ganga til liðs við lið í Manchester. En mér fannst æfingarnar og annað hjá Liverpool skemmtilegra. Þess vegna varð ég strax ákveðinn í að velja Liverpool."
Jarell var bara fimm ára þegar hann valdi að æfa með Liverpool. Hann er einn efnilegasti miðvörður sem hefur komið úr unglingastarfi Liverpool. Hann er nú þegar búinn að spila með öllum yngri landsliðum Englands og hann var valinn í forvalshóp enskra fyrir Evrópukeppni landsliða í sumar. Jarell gæti hæglega orðið framtíðarleikmaður hjá Liverpool.
TIL BAKA
Leist betur á Liverpool en Manchester!

Jarrell Quansah er einn efnilegasti leikmaður Liverpool og þótt víðar væri leitað. Það var sannarlega mikið lán að honum skyldi hafa litist betur á Liverpool en Manchester. Hann fæddist í Warrington sem er borg miðja vegu milli Liverpool og Manchester. Fjölskyldan hans er frá Manchester en hann valdi Liverpool. Sem betur fer!
,,Fjölskyldan mín er frá Manchester svo það hefði kannski verið einfaldara að ganga til liðs við lið í Manchester. En mér fannst æfingarnar og annað hjá Liverpool skemmtilegra. Þess vegna varð ég strax ákveðinn í að velja Liverpool."

Jarell var bara fimm ára þegar hann valdi að æfa með Liverpool. Hann er einn efnilegasti miðvörður sem hefur komið úr unglingastarfi Liverpool. Hann er nú þegar búinn að spila með öllum yngri landsliðum Englands og hann var valinn í forvalshóp enskra fyrir Evrópukeppni landsliða í sumar. Jarell gæti hæglega orðið framtíðarleikmaður hjá Liverpool.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Heimir Eyvindarson
Stjórnaðu spurningakeppni um Liverpool -
| Sf. Gutt
Alexander Isak frá næstu mánuði -
| Sf. Gutt
Jeremie Frimpong búinn að ná sér -
| Sf. Gutt
Virgil van Dijk í úrvalslið í fimmta sinn! -
| Sf. Gutt
Dómur upp kveðinn -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Mohamed fer til Marokkó -
| Sf. Gutt
Engin vandamál! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo meiddur
Fréttageymslan

