| Sf. Gutt
Fyrsta umferð riðlakeppni Evrópumóts landsliða er að baki suður í Þýskalandi. Þeir fulltrúar Liverpool sem spiluðu stóðu fyrir sínu. Einn komst í metabækur.
Keppnin hófst í Munchen síðasta föstudag með leik Þjóðverja og Skota. Þjóðverjar fóru á kostum og unnu metsigur 5:1. Andrew Robertson leiddi skoska liðið. Emre Can, fyrrum leikmaður Liverpool, kom inn sem varamaður og skoraði síðasta mark leiksins. Þetta var stærsti sigur í opnunarleik Evrópumóts landsliða frá upphafi.
Á laugardaginn mættust Ungverjar og Svisslendingar. Sviss vann góðan sigur 3:1. Dominik Szoboszlai var fyrirliði Ungverja. Hann komst í metabækur fyrir að vera yngsti fyrirliði landsliðs í lokakeppni EM. Hann lagði upp mark Ungverja.
Trent Alexander-Arnold var í liði Englands á sunnudaginn. Enskir unnu nauman sigur 1:0. Joe Gomez var varamaður.
Holland og Pólland mættust sama dag. Virgil van Dijk og Cody Gakpo voru í byrjunarliðinu en Ryan Gravenberch var á bekknum. Pólland komst yfir en Cody Gakpo jafnaði með góðu skoti utan teigs. Holland náði svo sigri undir lokin. Cody spilaði mjög vel.
Á þjóðhátíðardaginn var Ibrahima Konaté varamaður þegar Frakkar unnu Austurríkismenn 1:0. Hann kom ekkert við sögu.
Í gærkvöldi vann Portúgal Tékkland 2:1. Diogo Jota kom inn á sem varamaður. Vitezslav Jaros var varamarkvörður hjá Tékkum.
Önnur umferð riðlakeppninnar byrjar í dag.
TIL BAKA
Af EM

Fyrsta umferð riðlakeppni Evrópumóts landsliða er að baki suður í Þýskalandi. Þeir fulltrúar Liverpool sem spiluðu stóðu fyrir sínu. Einn komst í metabækur.
Keppnin hófst í Munchen síðasta föstudag með leik Þjóðverja og Skota. Þjóðverjar fóru á kostum og unnu metsigur 5:1. Andrew Robertson leiddi skoska liðið. Emre Can, fyrrum leikmaður Liverpool, kom inn sem varamaður og skoraði síðasta mark leiksins. Þetta var stærsti sigur í opnunarleik Evrópumóts landsliða frá upphafi.
Á laugardaginn mættust Ungverjar og Svisslendingar. Sviss vann góðan sigur 3:1. Dominik Szoboszlai var fyrirliði Ungverja. Hann komst í metabækur fyrir að vera yngsti fyrirliði landsliðs í lokakeppni EM. Hann lagði upp mark Ungverja.
Trent Alexander-Arnold var í liði Englands á sunnudaginn. Enskir unnu nauman sigur 1:0. Joe Gomez var varamaður.
Holland og Pólland mættust sama dag. Virgil van Dijk og Cody Gakpo voru í byrjunarliðinu en Ryan Gravenberch var á bekknum. Pólland komst yfir en Cody Gakpo jafnaði með góðu skoti utan teigs. Holland náði svo sigri undir lokin. Cody spilaði mjög vel.
Á þjóðhátíðardaginn var Ibrahima Konaté varamaður þegar Frakkar unnu Austurríkismenn 1:0. Hann kom ekkert við sögu.
Í gærkvöldi vann Portúgal Tékkland 2:1. Diogo Jota kom inn á sem varamaður. Vitezslav Jaros var varamarkvörður hjá Tékkum.
Önnur umferð riðlakeppninnar byrjar í dag.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Aftur til æfinga -
| Sf. Gutt
Minningarorð Arne Slot -
| Sf. Gutt
Í minningu Diogo Jota -
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður
Fréttageymslan