| Sf. Gutt

Erum ánægðir með stöðunaEftir leiki helgarinnar er Liverpool ekki lengur í efsta sæti deildarinnar. Liðið er jafnt Arsenal að stigum en með lakara markahlutfall. Jürgen Klopp er samt ánægður með stöðuna. Hann hafði meðal annars þetta að segja eftir leik Liverpool og Manchester United í gær

,,Þar til í gær vorum við í efsta sæti deildarinnar en núna er Arsenal á toppnum. Þegar leiktíðinni lýkur eftir 38 umferðar viljum við vera í efsta sætinu. Það er alltaf betra að vera allan tímann í efsta sæti og vera með þægilegt forskot. En við erum ánægðir með stöðuna sem við erum í á þessum tímapunkti. Ég vildi óska að við værum með fleiri stig en ég er samt ánægður."

Leikmenn Liverpool máttu þola gagnrýni eftir leik Liverpool og Manchester United í gær. Liverpool hafði mikla yfirburði í leiknum en mörg góð martækifæri fóru forgörðum og um leið sigur sem hefði komið Liverpool aftur á toppinn. Jürgen segir að þessir leikmenn sem voru gagnrýndir fyrir að skora ekki séu sömu strákarnir og komu Liverpool í baráttuna um enska meistaratitilinn.

,,Reyndar er ég alveg í skýjunum með þessa stráka sem sem eru búnir að koma okkur í þá stöðu sem við erum í. Þessir sömu strákar og misnotuðu nokkur marktækifæri eru þeir sömu og hafa unnið okkur inn 71 stig."

Góð athugasemd hjá Jürgen Klopp!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan