| Sf. Gutt
Það var boðið upp á upprisu á páskum í Musterinu í dag! Liverpool lenti undir á móti Brighton and Hove Albion en reis upp og vann 2:1. Um leið steig Liverpool upp í efsta sæti deildarinnar!
Fyrir leikinn var Larry Lloyd, fyrrum leikmanns Liverpool minnst, með lófataki. Larry spilaði með Liverpool frá 1969 til 1974. Hann lést á skírdag.
Andrew Robertson meiddist í landsleik með Skotum og var ekki með. Joe Gomez kom inn í liðið. Jarell Quansah var í stað Ibrahima Konaté við hlið Virgil van Dijk.
Eins og of oft á keppnistímabilinu þá byrjaði Liverpool illa og strax á annarri mínútu lá boltinn í marki Liverpool. Boltinn kom frá hægri inn í vítateiginn. Virgil reyndi að hreinsa en tókst ekki. Boltinn fór til Danny Welbeck sem þrumaði boltanum í markið utan úr vítateignum. Gat verið!
Liverpool reyndi að svara og á 9. mínútu kom Mohamed Salah sér í skotstöðu hægra megin en bogaskot hans fór framhjá. Liverpool hafði svo sem yfirhöndina en Brighton beitti hröðum sóknum sem sköpuðu hættu án þess þó að góð færi sköpuðust.
Liverpool jafnaði á 27. mínútu. Varnarmaður náði ekki að skalla frá eftir horn frá hægri. Boltinn fór til Mohamed sem skallaði í átt að markinu. Boltinn fór í varnarmann og virtist vera á leið aftur á markmanninn. En Luis Díaz var á vaktinni, náði að teygja sig í boltann og stýra honum upp í þaknetið. Frábærlega gert hjá Kólumbíumanninum!
Sex mínútum seinna braust Conor Bradley fram. Hann lagði upp skotfæri fyrir Luis en markmaður Brighton varði. Conor var mjög sterkur sóknarlega. Jafnt í hálfleik.
Liverpool sótti í átt að Kop stúkunni í síðari hálfleik. Á 54. mínútu sendi Joe Gomez fyrir markið á Alexis Mac Allister sem náði skalla í vítateignum en boltinn fór rétt framhjá. Tíu mínútum seinna var atgangur við mark Brighton. Darwin sótti að markmanninum en féll við. Hann náði samt að skófla boltanum að markinu og engu mátti muna að boltinn færi í markið. Mínútu síðar fór boltinn alla leið í markið. Eftir gott spil fékk Alexis boltann rétt við vítateiginn. Hann var fljótur að átta sig þegar hann sá Moahmed frían í miðjum vítateignum og sendi á hann. Egyptinn tók við boltanum og skoraði með öruggu skoti! Upprisa í uppsiglingu!
Reyndar hafði Mohamed staðið fyrir sannkallaðiri skothríð að marki Brighton í leiknum. Alls mun han hafa átt 12 marktilraunir! Miðað var ekki alveg rétt stillt en í einu tilviki var það fullkomlega stillt og það dugði til!
Um stundarfjórðungi fyrir leikslok átti Brighton horn. Liverpool sneri vörn í sókn. Mohamed lauk sókninni en skot hans var laust og beint á markmanninn. Illa farið með góða stöðu. Þegar níu mínútur voru eftir var Caoimhin Kelleher vel á verði. Lewis Dunk náði skalla eftir aukaspyrnu en Írinn varði vel neðst í hægra horninu! Vel gert! Fimm mínútum seinna fékk varamaðurinn Adam Lallana skotfæri við vítateiginn en sem betur fer fór boltinn framhjá. Það hefði verið hroðalegt ef hann hefði skorað af öllum mönnum!
Síðustu mínúturnar voru æsispennandi. Nákvæmlega ekkert mátti út af bera. En allt fór vel. Liverpool hélt út og páskaupprisan var fullkomnuð!
Enn einu sinni náði Liverpool að snúa slæmri stöðu í sigur. Brighton hefur haft tök á Liverpool síðustu leiktíðir en sem betur fer tókst Liverpool að vængstífa Mávana og vinna sigur. Allir leikir verða að vinnast hvernig svo sem farið er að því!
Liverpool: Kelleher, Bradley, Quansah, van Dijk, Gomez, Mac Allister, Endo, Szoboszlai (Gravenberch 90. mín.), Salah, Núnez (Elliott 83. mín.) og Díaz (Gakpo 89. mín.). Ónotaðir varamenn: Adrián, Konaté, Tsimikas, Clark, McConnell og Danns.
Mörk Liverpool: Luis Díaz (27. mín.) og Mohamed Salah (65. mín.).
Gul spjöld: Alexis Mac Allister, Virgil van Dijk, Joe Gomez, Wataru Endo og Cody Gakpo.
Brighton and Hove Albion: Verbruggen, Veltman, van Hecke, Dunk, Estupiñán (Barco 90. mín.), Gross, Baleba, Lamptey (Buonanotte 70. mín.), Moder (Lallana 83. mín.), Adingra (Ferguson 83. mín.) og Welbeck. Ónotaðir varamenn: dos Santos de Paulo, Webster, Steele, Ansu Fati og Chouchane.
Mark Brighton: Danny Welbeck (2. mín.).
Gul spjöld: Pascal Gross, Danny Welbeck og Jan Paul van Hecke.
Áhorfendur á Anfield Road: 60.061.
Maður leiksins: Alexis Mac Allister. Heimsmeistarinn var alveg frábær á miðjunni. Hann hélt spilinu gangandi og dreif liðið áfram. Sending hans þegar hann lagði sigurmarkið upp fyrir Mohamed Salah var mögnuð!
Jürgen Klopp: ,,Við erum sem sagt í baráttu við tvö önnur lið um stærstu verðlaunin í ensku knattspyrnunni. Við sjáum til hvernig sú barátta endar. En ég er búinn að ákveða með sjálfum mér að gera allt sem ég get til að njóta þessarar baráttu."
- Þetta var 300. sigur Liverpool á valdatíð Jürgen Klopp.
- Í þessari tölu eru leikir í öllum keppnum taldir.
- Luis Díaz skoraði 12. markið á keppnistímabilinu.
- Mohamed Salah skoraði 22. mark sitt á leiktíðinni.
- Þetta var níunda mark Mohamed gegn Brighton. Enginn leikmaður Liverpool hefur skorað oftar gegn Mávunum.
- Þetta var fyrsti sigur Liverpool á Brighton á Anfield frá því í nóvember 2019.
- Liverpool hefur náð að vinna 26 stig eftir að hafa lent undir í deildinni á leiktíðinni.
TIL BAKA
Páskaupprisa í Musterinu!
Það var boðið upp á upprisu á páskum í Musterinu í dag! Liverpool lenti undir á móti Brighton and Hove Albion en reis upp og vann 2:1. Um leið steig Liverpool upp í efsta sæti deildarinnar!
Fyrir leikinn var Larry Lloyd, fyrrum leikmanns Liverpool minnst, með lófataki. Larry spilaði með Liverpool frá 1969 til 1974. Hann lést á skírdag.
Andrew Robertson meiddist í landsleik með Skotum og var ekki með. Joe Gomez kom inn í liðið. Jarell Quansah var í stað Ibrahima Konaté við hlið Virgil van Dijk.
Eins og of oft á keppnistímabilinu þá byrjaði Liverpool illa og strax á annarri mínútu lá boltinn í marki Liverpool. Boltinn kom frá hægri inn í vítateiginn. Virgil reyndi að hreinsa en tókst ekki. Boltinn fór til Danny Welbeck sem þrumaði boltanum í markið utan úr vítateignum. Gat verið!
Liverpool reyndi að svara og á 9. mínútu kom Mohamed Salah sér í skotstöðu hægra megin en bogaskot hans fór framhjá. Liverpool hafði svo sem yfirhöndina en Brighton beitti hröðum sóknum sem sköpuðu hættu án þess þó að góð færi sköpuðust.
Liverpool jafnaði á 27. mínútu. Varnarmaður náði ekki að skalla frá eftir horn frá hægri. Boltinn fór til Mohamed sem skallaði í átt að markinu. Boltinn fór í varnarmann og virtist vera á leið aftur á markmanninn. En Luis Díaz var á vaktinni, náði að teygja sig í boltann og stýra honum upp í þaknetið. Frábærlega gert hjá Kólumbíumanninum!
Sex mínútum seinna braust Conor Bradley fram. Hann lagði upp skotfæri fyrir Luis en markmaður Brighton varði. Conor var mjög sterkur sóknarlega. Jafnt í hálfleik.
Liverpool sótti í átt að Kop stúkunni í síðari hálfleik. Á 54. mínútu sendi Joe Gomez fyrir markið á Alexis Mac Allister sem náði skalla í vítateignum en boltinn fór rétt framhjá. Tíu mínútum seinna var atgangur við mark Brighton. Darwin sótti að markmanninum en féll við. Hann náði samt að skófla boltanum að markinu og engu mátti muna að boltinn færi í markið. Mínútu síðar fór boltinn alla leið í markið. Eftir gott spil fékk Alexis boltann rétt við vítateiginn. Hann var fljótur að átta sig þegar hann sá Moahmed frían í miðjum vítateignum og sendi á hann. Egyptinn tók við boltanum og skoraði með öruggu skoti! Upprisa í uppsiglingu!
Reyndar hafði Mohamed staðið fyrir sannkallaðiri skothríð að marki Brighton í leiknum. Alls mun han hafa átt 12 marktilraunir! Miðað var ekki alveg rétt stillt en í einu tilviki var það fullkomlega stillt og það dugði til!
Um stundarfjórðungi fyrir leikslok átti Brighton horn. Liverpool sneri vörn í sókn. Mohamed lauk sókninni en skot hans var laust og beint á markmanninn. Illa farið með góða stöðu. Þegar níu mínútur voru eftir var Caoimhin Kelleher vel á verði. Lewis Dunk náði skalla eftir aukaspyrnu en Írinn varði vel neðst í hægra horninu! Vel gert! Fimm mínútum seinna fékk varamaðurinn Adam Lallana skotfæri við vítateiginn en sem betur fer fór boltinn framhjá. Það hefði verið hroðalegt ef hann hefði skorað af öllum mönnum!
Síðustu mínúturnar voru æsispennandi. Nákvæmlega ekkert mátti út af bera. En allt fór vel. Liverpool hélt út og páskaupprisan var fullkomnuð!
Enn einu sinni náði Liverpool að snúa slæmri stöðu í sigur. Brighton hefur haft tök á Liverpool síðustu leiktíðir en sem betur fer tókst Liverpool að vængstífa Mávana og vinna sigur. Allir leikir verða að vinnast hvernig svo sem farið er að því!
Liverpool: Kelleher, Bradley, Quansah, van Dijk, Gomez, Mac Allister, Endo, Szoboszlai (Gravenberch 90. mín.), Salah, Núnez (Elliott 83. mín.) og Díaz (Gakpo 89. mín.). Ónotaðir varamenn: Adrián, Konaté, Tsimikas, Clark, McConnell og Danns.
Mörk Liverpool: Luis Díaz (27. mín.) og Mohamed Salah (65. mín.).
Gul spjöld: Alexis Mac Allister, Virgil van Dijk, Joe Gomez, Wataru Endo og Cody Gakpo.
Brighton and Hove Albion: Verbruggen, Veltman, van Hecke, Dunk, Estupiñán (Barco 90. mín.), Gross, Baleba, Lamptey (Buonanotte 70. mín.), Moder (Lallana 83. mín.), Adingra (Ferguson 83. mín.) og Welbeck. Ónotaðir varamenn: dos Santos de Paulo, Webster, Steele, Ansu Fati og Chouchane.
Mark Brighton: Danny Welbeck (2. mín.).
Gul spjöld: Pascal Gross, Danny Welbeck og Jan Paul van Hecke.
Áhorfendur á Anfield Road: 60.061.
Maður leiksins: Alexis Mac Allister. Heimsmeistarinn var alveg frábær á miðjunni. Hann hélt spilinu gangandi og dreif liðið áfram. Sending hans þegar hann lagði sigurmarkið upp fyrir Mohamed Salah var mögnuð!
Jürgen Klopp: ,,Við erum sem sagt í baráttu við tvö önnur lið um stærstu verðlaunin í ensku knattspyrnunni. Við sjáum til hvernig sú barátta endar. En ég er búinn að ákveða með sjálfum mér að gera allt sem ég get til að njóta þessarar baráttu."
Fróðleikur
- Þetta var 300. sigur Liverpool á valdatíð Jürgen Klopp.
- Í þessari tölu eru leikir í öllum keppnum taldir.
- Luis Díaz skoraði 12. markið á keppnistímabilinu.
- Mohamed Salah skoraði 22. mark sitt á leiktíðinni.
- Þetta var níunda mark Mohamed gegn Brighton. Enginn leikmaður Liverpool hefur skorað oftar gegn Mávunum.
- Þetta var fyrsti sigur Liverpool á Brighton á Anfield frá því í nóvember 2019.
- Liverpool hefur náð að vinna 26 stig eftir að hafa lent undir í deildinni á leiktíðinni.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Federico meiddur -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Hinsta ferð Ron Yeats -
| Sf. Gutt
Er ekkert að spá í stigatöfluna! -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Stóð sannarlega undir væntingum! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Deildarbikarnum! -
| Sf. Gutt
Íslenskir heiðursgestir á Anfield!
Fréttageymslan