| Sf. Gutt
Jürgen Klopp segir að deildarbikarsigur Liverpool á Wembley í dag hafi slegið allt út sem hann hafði upplifað hingað til á ferli sínum sem framkvæmdastjóri. Hann hafði meðal annars þetta að segja eftir úrslitaleikinn í dag.
,,Á tuttugu ára ferli mínum slær þessi bikar allt út og það auðveldlega. Þetta var algjörlega einstakt. Ég er stundum spurður hvort ég sé stoltur af þessu eða hinu. Það er erfitt að svara slíkum spurningum. Ég vildi að ég fyndi oftar fyrir stolti. Það gerist eiginlega ekki. En núna í kvöld er tilfinningin í þá átt. Ég hugsaði. Guð minn góður. Hvað er eiginlega að gerast hérna? Ég var stoltur af öllu hérna."
,,Ég var stoltur af fólkinu okkar. Hvernig það hvatti okkur áfram. Ég var stoltur af starfsfólkinu fyrir að skapa andrúmsloft þannig að strákarnir gætu sýnt sitt besta. Ég var stoltur af Akademíunni okkar. Ég var stoltur af þjálfurunum mínum. Ég var stoltur af svo mörgu. Þetta voru svo miklar og sterkar tilfinningar tengdar öllu þessu mikla stolti."
,,Mér gæti ekki verið meira sama um arfleifð mína. Ég kom ekki hingað til að skapa eitthvað svoleiðis. Þetta var svo ótrúlega magnað. Það sem gerðist hérna var alveg bilað. Svona gerist bara ekki. Liðið, liðshópurinn og strákarnir úr Akademíunni sýndu ótrúlegan andlegan styrk. Ég er svo stoltur yfir því að ég skuli getað hafa verið hluti af þessu hérna í kvöld. Það bilaðasta af ölllu er að við áttum þetta skilið. Við höfðum heppnina með okkur á köflum en það gilti líka um þá. Strákarnir mættu harðskeyttir til leiks. Það var ótúlega flott."
Jürgen Klopp mátti svo sannarlega vera stoltur eftir sigurinn í dag. Sigurinn er einfaldlega einn sá magnaðasti í allri úrslitaleikjasögu Liverpool!
TIL BAKA
Þetta slær allt út hingað til á ferlinum!
Jürgen Klopp segir að deildarbikarsigur Liverpool á Wembley í dag hafi slegið allt út sem hann hafði upplifað hingað til á ferli sínum sem framkvæmdastjóri. Hann hafði meðal annars þetta að segja eftir úrslitaleikinn í dag.
,,Á tuttugu ára ferli mínum slær þessi bikar allt út og það auðveldlega. Þetta var algjörlega einstakt. Ég er stundum spurður hvort ég sé stoltur af þessu eða hinu. Það er erfitt að svara slíkum spurningum. Ég vildi að ég fyndi oftar fyrir stolti. Það gerist eiginlega ekki. En núna í kvöld er tilfinningin í þá átt. Ég hugsaði. Guð minn góður. Hvað er eiginlega að gerast hérna? Ég var stoltur af öllu hérna."
,,Ég var stoltur af fólkinu okkar. Hvernig það hvatti okkur áfram. Ég var stoltur af starfsfólkinu fyrir að skapa andrúmsloft þannig að strákarnir gætu sýnt sitt besta. Ég var stoltur af Akademíunni okkar. Ég var stoltur af þjálfurunum mínum. Ég var stoltur af svo mörgu. Þetta voru svo miklar og sterkar tilfinningar tengdar öllu þessu mikla stolti."
,,Mér gæti ekki verið meira sama um arfleifð mína. Ég kom ekki hingað til að skapa eitthvað svoleiðis. Þetta var svo ótrúlega magnað. Það sem gerðist hérna var alveg bilað. Svona gerist bara ekki. Liðið, liðshópurinn og strákarnir úr Akademíunni sýndu ótrúlegan andlegan styrk. Ég er svo stoltur yfir því að ég skuli getað hafa verið hluti af þessu hérna í kvöld. Það bilaðasta af ölllu er að við áttum þetta skilið. Við höfðum heppnina með okkur á köflum en það gilti líka um þá. Strákarnir mættu harðskeyttir til leiks. Það var ótúlega flott."
Jürgen Klopp mátti svo sannarlega vera stoltur eftir sigurinn í dag. Sigurinn er einfaldlega einn sá magnaðasti í allri úrslitaleikjasögu Liverpool!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Steven syrgir Sven -
| Sf. Gutt
Harvey Elliott meiddur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Fulltrúar Liverpool á EM -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Brighton og Liverpool – Leicester -
| Sf. Gutt
Nýr búningur kynntur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Frábær úrslit! -
| Sf. Gutt
Merkileg tímamót!
Fréttageymslan