| Sf. Gutt
Portúgalinn Diogo Jota var kjörinn Leikmaður mánaðarins í Úrvalsdeildinni fyrir janúar. Hann var frábær í mánuðinum, skoraði þrjú mörk og átti tvær stoðsendingar. Þetta gerði Portúgalinn í aðeins þremur leikjum. Að auki skoraði Diogo eitt mark í FA bikarnum og lagði annað upp. Á myndinni að ofan er Diogo að skora á móti Norwich.
Diogo hafði meðal annars þetta að segja eftir að hafa fengið verðlaunin. ,,Þetta var frábær mánuður fyrir mig og liðið. Mér finnst mjög gaman að hafa unnið þessi verðlaun í fyrsta sinn. Það er alltaf gaman að vinna til verðlauna."
Þess má geta að Conor Bradley var tilnefndur sem leikmaður mánaðarins fyrir janúar. Elijah Adebayo (Luton Town), Kevin De Bruyne (Manchester City), Gabriel Magalhaes (Arsenal) og Richarlison (Tottenham Hotspur) voru líka tilnefndir.
Steven Gerrard hefur oftast, af leikmönnum Liverpool, verið kosinn Leikmaður mánaðarins í Úrvalsdeildinni eða sex sinnum. Hann deilir sex skiptum með Cristiano Ronaldo. Þeir Sergio Aguero og Harry Kane eru efstir á listanum með sjö skipti hvor.
TIL BAKA
Diogo Jota bestur í janúar!

Portúgalinn Diogo Jota var kjörinn Leikmaður mánaðarins í Úrvalsdeildinni fyrir janúar. Hann var frábær í mánuðinum, skoraði þrjú mörk og átti tvær stoðsendingar. Þetta gerði Portúgalinn í aðeins þremur leikjum. Að auki skoraði Diogo eitt mark í FA bikarnum og lagði annað upp. Á myndinni að ofan er Diogo að skora á móti Norwich.
Diogo hafði meðal annars þetta að segja eftir að hafa fengið verðlaunin. ,,Þetta var frábær mánuður fyrir mig og liðið. Mér finnst mjög gaman að hafa unnið þessi verðlaun í fyrsta sinn. Það er alltaf gaman að vinna til verðlauna."
Þess má geta að Conor Bradley var tilnefndur sem leikmaður mánaðarins fyrir janúar. Elijah Adebayo (Luton Town), Kevin De Bruyne (Manchester City), Gabriel Magalhaes (Arsenal) og Richarlison (Tottenham Hotspur) voru líka tilnefndir.

Steven Gerrard hefur oftast, af leikmönnum Liverpool, verið kosinn Leikmaður mánaðarins í Úrvalsdeildinni eða sex sinnum. Hann deilir sex skiptum með Cristiano Ronaldo. Þeir Sergio Aguero og Harry Kane eru efstir á listanum með sjö skipti hvor.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Liverpool og Newcastle United mætast í úrslitum! -
| Sf. Gutt
Í úrslit annað árið í röð! -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Newcastle -
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld! -
| Sf. Gutt
Öruggur sigur! -
| Sf. Gutt
Mohamed tryggði mikilvægan sigur! -
| Sf. Gutt
Steven Gerrard hættur í Sádi Arabíu
Fréttageymslan