| Sf. Gutt
Liverpool hefði ekki getað byrjað nýja árið betur. Rauði herinn lét sannarlega til sín taka á fyrsta degi ársins, lék sinn besta leik á leiktíðinni og byrjar árið á toppi deildarinnar.
Liverpool tefldi fram besta mögulega liði. Reyndar var hægt að rökræða um hvaða menn ættu að leiða sóknina en Mohamed Salah, Luis Díaz og Darwin Núnez urðu fyrir valinu. Alexis Mac Allister var meðal varamanna og voru það sannarlega góð tíðindi.
Það hellirigndi í Liverpool og kaldur gustur fylgdi. Liverpool tók öll völd frá fyrstu sekúndu og gestirnir komust varla framfyrir miðju á upphafskaflanum. Darwin Núnez fékk fyrsta færið á 12. mínútu eftir undirbúning Mohamed Salah en Martin Dúbravka sá við honum. Fyrsta markvarsla af mörgum hjá honum. Tíu mínútum seinna fékk Liverpool víti eftir að brotið var á Luis Díaz sem hafði tekið góða rispu inn í vítateiginn. Mohamed tók það fyrir framan Kop stúkuna en Martin gerði sér lítið fyrir og varði vel. Trent Alexander-Arnold var fyrstur að boltanum en mokaði honum upp í stúku.
Áfram sótti Liverpool linnulaust og á 35. mínútu slapp Darwin í gegn og alla leið inn í vítateig. Skot hans var ekki nógu gott og Martin varði. Darwin náði frákastinu og skaut eftur en sem fyrr varði Martin. Hann átti algjöran stórleik í markinu! Sex mínútum fyrir hlé fékk Trent boltann hægra megin í vítateignum við endamörkin. Hann kom boltanum fyrir en boltinn strauk fjærstöngina og gestirnir sluppu. Ekki var gott að segja hvort Trent hafi verið að gefa fyrir eða skjóta. Markalaust í hálfleik sem var lygilegt miðað við gang leiksins!
Liverpool komst loksins yfir á 49. mínútu. Frábært spil eftir leiftursókn endaði með því að Darwin renndi boltanum frá hægri fyrir markið á Mohamed Salah sem skoraði í autt markið. Mögnuð sókn og Darwin sýndi óeigingirni með því að gefa á Mohamed þó hann væri sjálfur í fínu skotfæri. Liverpool hélt áfram sókninni og Darwin átti fast skot úr teignum sem Martin varði.
Stuðningsmenn Liverpool trúðu ekki eigin augum fimm mínútum seinna þegar Skjórarnir jöfnuðu. Anthony Gordon sendi góða sendingu fram á Alexander Isak. Hann slapp í gegn og skoraði með óverjandi skoti. Ótrúlegt miðað við gang mála.
En leikmenn Liverpool héldu haus og áhorfendur studdu vel við bakið á liðinu. Cody Gakpo, Ryan Gravenberch og Diogo Jota voru sendir til leiks. Á 69. mínútu fékk Cody skotfæri í miðjum vítateig upp úr horni en enn og aftur var varið á ótrúlegan hátt. Eitthvað varð undan að láta og fimm mínútum seinna náði Liverpool aftur forystu. Alisson Becker hóf sókn. Boltinn gekk manna á milli áður en Mohamed fékk hann vinstra megin og gaf laglega í átt að endamörkum á Diogo sem sendi strax þvert fyrir markið á Curtis Jones sem skoraði í autt markið. Endurtekning á fyrsta marki Liverpool! Eldsnögg sókn sem tók rétt rúmar 15 sekúndur!
Nú gekk vel og fjórum mínútum seinna bætti Liverpool í. Aftur var Mohamed á ferðinni hægra megin. Nú sendi hann frábæra utanfótarsendingu fyrir markið á Cody sem var frír á markteig. Hann hitti boltann ekki vel og kannski varð það til þess að Martin náði ekki að verja! Nú töldu trúlega flestir að úrslitin væru ráðin. En Newcastle svaraði á 81. mínútu. Sven Botman stökk manna hæst eftir hornspyrnu og skallaði í markið. Aftur gat allt gerst en ekki lengi.
Fimm mínútum seinna sendi varamaðurinn Alexis Mac Allister frábæra sendingu fram völlinn á Diogo sem slapp í gegn. Hann komst framhjá Martin en féll svo við og víti var dæmt. Mohamed var hvergi smeykur þó honum hefði brugðist bogalistinn í fyrri hálfleik. Hann skoraði örugglega úr vítinu með því að senda Martin í vitlaust horn. Nú voru úrslitin loksins ráðin!
Það var vel fagnað í rigningunni í leikslok og full ástæða til. Sönn áramótagleði! Liverpool hafði spilað frábærlega og átti í raun að vinna mun stærri sigur. Liverpool er í efsta sæti deildarinnar. Nýja árið hefði ekki getað byrjað betur!
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Konaté, van Dijk, Gomez, Szoboszlai (Gravenberch 64. mín.), Endo (Mac Allister 75. mín.), Jones, Salah, Núnez (Gakpo 64. mín.) og Díaz (Jota 65. mín.). Ónotaðir varamenn: Kelleher, Elliott, McConnell, Quansah og Bradley.
Mörk Liverpool: Mohamed Salah (74. og 86. ,víti, mín.), Curtis Jones (74. mín.) og Cody Gakpo (78. mín.).
Gul spjöld: Luis Díaz, Trent Alexander-Arnold og Wataru Endo.
Newcastle United: Dúbravka, Livramento, Schär, Botman, Burn (Hall 82. mín.), Miley (Almirón 54. mín.), B. Guimaraes, S. Longstaff, Gordon, Isak og Joelinton (Lascelles 82. mín.). Ónotaðir varamenn: Karius, Dummett, Ritchie, Krafth, Gillespie og Murphy.
Mörk Newcastle: Alexander Isak (54. mín.) og Sven Botman (81. mín.).
Gul spjöld: Bruno Guimaraes, Lewis Miley, Joelinton, Martin Dúbravka og Sean Longstaff.
Áhorfendur á Anfield Road: 57.471.
Maður leiksins: Mohamed Salah. Egyptinn lét ekkert á sig fá þó vítaspyrna hans í fyrri hálfleik hefði verið varin. Hann skoraði tvö mörk í síðari hálfleik og átti þátt í tveimur öðrum. Einstakur leikmaður!
- Liverpool vann fyrsta leik sinn á því Herrans ári 2024.
- Liverpool tapaði ekki deildarleik á Anfield Road á árinu 2023.
- Mohamed skoraði tvö mörk og er nú kominn með 18. mörk á leiktíðinni.
- Curtis Jones skoraði þriðja mark sitt á keppnistímabilinu.
- Cody Gakpo skoraði áttunda mark sitt á sparktíðinni.
- Alisson Becker lék sinn 250. leik fyrir hönd Liverpool.
- Hann hefur haldið hreinu í 107 leikjum, skorað eitt mark og lagt upp þrjú!
TIL BAKA
Frábær byrjun á árinu!
Liverpool hefði ekki getað byrjað nýja árið betur. Rauði herinn lét sannarlega til sín taka á fyrsta degi ársins, lék sinn besta leik á leiktíðinni og byrjar árið á toppi deildarinnar.
Liverpool tefldi fram besta mögulega liði. Reyndar var hægt að rökræða um hvaða menn ættu að leiða sóknina en Mohamed Salah, Luis Díaz og Darwin Núnez urðu fyrir valinu. Alexis Mac Allister var meðal varamanna og voru það sannarlega góð tíðindi.
Það hellirigndi í Liverpool og kaldur gustur fylgdi. Liverpool tók öll völd frá fyrstu sekúndu og gestirnir komust varla framfyrir miðju á upphafskaflanum. Darwin Núnez fékk fyrsta færið á 12. mínútu eftir undirbúning Mohamed Salah en Martin Dúbravka sá við honum. Fyrsta markvarsla af mörgum hjá honum. Tíu mínútum seinna fékk Liverpool víti eftir að brotið var á Luis Díaz sem hafði tekið góða rispu inn í vítateiginn. Mohamed tók það fyrir framan Kop stúkuna en Martin gerði sér lítið fyrir og varði vel. Trent Alexander-Arnold var fyrstur að boltanum en mokaði honum upp í stúku.
Áfram sótti Liverpool linnulaust og á 35. mínútu slapp Darwin í gegn og alla leið inn í vítateig. Skot hans var ekki nógu gott og Martin varði. Darwin náði frákastinu og skaut eftur en sem fyrr varði Martin. Hann átti algjöran stórleik í markinu! Sex mínútum fyrir hlé fékk Trent boltann hægra megin í vítateignum við endamörkin. Hann kom boltanum fyrir en boltinn strauk fjærstöngina og gestirnir sluppu. Ekki var gott að segja hvort Trent hafi verið að gefa fyrir eða skjóta. Markalaust í hálfleik sem var lygilegt miðað við gang leiksins!
Liverpool komst loksins yfir á 49. mínútu. Frábært spil eftir leiftursókn endaði með því að Darwin renndi boltanum frá hægri fyrir markið á Mohamed Salah sem skoraði í autt markið. Mögnuð sókn og Darwin sýndi óeigingirni með því að gefa á Mohamed þó hann væri sjálfur í fínu skotfæri. Liverpool hélt áfram sókninni og Darwin átti fast skot úr teignum sem Martin varði.
Stuðningsmenn Liverpool trúðu ekki eigin augum fimm mínútum seinna þegar Skjórarnir jöfnuðu. Anthony Gordon sendi góða sendingu fram á Alexander Isak. Hann slapp í gegn og skoraði með óverjandi skoti. Ótrúlegt miðað við gang mála.
En leikmenn Liverpool héldu haus og áhorfendur studdu vel við bakið á liðinu. Cody Gakpo, Ryan Gravenberch og Diogo Jota voru sendir til leiks. Á 69. mínútu fékk Cody skotfæri í miðjum vítateig upp úr horni en enn og aftur var varið á ótrúlegan hátt. Eitthvað varð undan að láta og fimm mínútum seinna náði Liverpool aftur forystu. Alisson Becker hóf sókn. Boltinn gekk manna á milli áður en Mohamed fékk hann vinstra megin og gaf laglega í átt að endamörkum á Diogo sem sendi strax þvert fyrir markið á Curtis Jones sem skoraði í autt markið. Endurtekning á fyrsta marki Liverpool! Eldsnögg sókn sem tók rétt rúmar 15 sekúndur!
Nú gekk vel og fjórum mínútum seinna bætti Liverpool í. Aftur var Mohamed á ferðinni hægra megin. Nú sendi hann frábæra utanfótarsendingu fyrir markið á Cody sem var frír á markteig. Hann hitti boltann ekki vel og kannski varð það til þess að Martin náði ekki að verja! Nú töldu trúlega flestir að úrslitin væru ráðin. En Newcastle svaraði á 81. mínútu. Sven Botman stökk manna hæst eftir hornspyrnu og skallaði í markið. Aftur gat allt gerst en ekki lengi.
Fimm mínútum seinna sendi varamaðurinn Alexis Mac Allister frábæra sendingu fram völlinn á Diogo sem slapp í gegn. Hann komst framhjá Martin en féll svo við og víti var dæmt. Mohamed var hvergi smeykur þó honum hefði brugðist bogalistinn í fyrri hálfleik. Hann skoraði örugglega úr vítinu með því að senda Martin í vitlaust horn. Nú voru úrslitin loksins ráðin!
Það var vel fagnað í rigningunni í leikslok og full ástæða til. Sönn áramótagleði! Liverpool hafði spilað frábærlega og átti í raun að vinna mun stærri sigur. Liverpool er í efsta sæti deildarinnar. Nýja árið hefði ekki getað byrjað betur!
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Konaté, van Dijk, Gomez, Szoboszlai (Gravenberch 64. mín.), Endo (Mac Allister 75. mín.), Jones, Salah, Núnez (Gakpo 64. mín.) og Díaz (Jota 65. mín.). Ónotaðir varamenn: Kelleher, Elliott, McConnell, Quansah og Bradley.
Mörk Liverpool: Mohamed Salah (74. og 86. ,víti, mín.), Curtis Jones (74. mín.) og Cody Gakpo (78. mín.).
Gul spjöld: Luis Díaz, Trent Alexander-Arnold og Wataru Endo.
Newcastle United: Dúbravka, Livramento, Schär, Botman, Burn (Hall 82. mín.), Miley (Almirón 54. mín.), B. Guimaraes, S. Longstaff, Gordon, Isak og Joelinton (Lascelles 82. mín.). Ónotaðir varamenn: Karius, Dummett, Ritchie, Krafth, Gillespie og Murphy.
Mörk Newcastle: Alexander Isak (54. mín.) og Sven Botman (81. mín.).
Gul spjöld: Bruno Guimaraes, Lewis Miley, Joelinton, Martin Dúbravka og Sean Longstaff.
Áhorfendur á Anfield Road: 57.471.
Maður leiksins: Mohamed Salah. Egyptinn lét ekkert á sig fá þó vítaspyrna hans í fyrri hálfleik hefði verið varin. Hann skoraði tvö mörk í síðari hálfleik og átti þátt í tveimur öðrum. Einstakur leikmaður!
Fróðleikur
- Liverpool vann fyrsta leik sinn á því Herrans ári 2024.
- Liverpool tapaði ekki deildarleik á Anfield Road á árinu 2023.
- Mohamed skoraði tvö mörk og er nú kominn með 18. mörk á leiktíðinni.
- Curtis Jones skoraði þriðja mark sitt á keppnistímabilinu.
- Cody Gakpo skoraði áttunda mark sitt á sparktíðinni.
- Alisson Becker lék sinn 250. leik fyrir hönd Liverpool.
- Hann hefur haldið hreinu í 107 leikjum, skorað eitt mark og lagt upp þrjú!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Skaut 50 metra yfir en nú kom það! -
| Sf. Gutt
Öruggur sigur! -
| Sf. Gutt
Glæsilegur sigur á Þýskalandsmeisturunum! -
| Sf. Gutt
Frábært að koma til Liverpool! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah þokast upp markalistann! -
| Sf. Gutt
Sterkur sigur! -
| Sf. Gutt
Ég er sallarólegur! -
| Sf. Gutt
Vilja vinna allar keppnir! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan