| Sf. Gutt

Mohamed Salah bestur í október!


Mohamed Salah var útnefndur besti leikmaður Úrvalsdeildarinnar á Englandi í október. Þetta er í fimmta sinn sem Mohamed fær þessa viðurkenningu.

Mohamed skoraði fimm mörk í einungis þrem­ur leikj­um í október. Hann skoraði bæði mörk­ Liverpool í 2:2 jafn­tefli gegn Brighton & Hove Al­bi­on, aftur tvö mörk í 2:0 sigri á Evert­on og svo eitt mark þegar Liverpool vann Nott­ing­ham For­est 3:0. Alls hefur Mohamed skorað tíu mörk og lagt upp fjögur í þeim 12 deildarleikjum sem af eru leiktíðarinnar. 

Þetta er í fimmta sinn sem Mohamed Salah fær þessa viðurkenningu. Wayne Roo­ney og Robin van Persie hafa líka fengið viðurkenninguna fimm sinnum eins og Mohamed. Sergio Agüero og Harry Kane hafa fengið hana oftast eða sjö sinnum. Steven Gerr­ard og Cristiano Ronaldo hafa hlotið út­nefn­ing­una sex sinnum.


Mohamed fékk viðurkenninguna fyrst í nóvember 2017. Næst í febrúar 2018, svo mars 2018, í október 2021 og nú í október 2023. Það er greinilegt að Mohamed er oft upp á sitt besta í október. Myndin að ofan var tekin eftir að Mohamed var kjörinn besti leikmaður deildarinnar í fyrsta skipti.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan