| Sf. Gutt
Það verður enn einhver bið á því að Thiago Alcântara verði leikfær. Hann spilaði síðast í apríl og það hefur dregist lengur en ætlað var að hann nái sér almennilega af meiðslum á mjöðm sem hann varð fyrir. Hann meiddist upphaflega í byrjun febrúar en kom aftur til leiks í fjóra leiki í apríl. En þá var ákveðið að hann myndi fara í sumarfrí til að ná sér. Nýjustu fréttir herma að hann gæti verið tiltækur fyrri partinn í október.
Thiago hefur verið mikið meiddur á ferli sínum með Liverpool. Hann spilaði aðeins 28 leiki á síðasta keppnistímabili sem er það minnsta sem hann hefur leikið á þeim þremur leiktíðum sem hann hefur verið hjá Liverpool.
Samningur Thiago við Liverpool rennur út næsta sumar. Trúlegt er að hann yfirgefi félagið þá. Í sumar var hann orðaður við hin og þessi lið en haft var eftir honum að hann vildi vera áfram hjá Liverpool frekar en að fara eitthvað. Segja má að það sé til fyrirmyndar hjá honum að hafa sýnt Liverpool hollustu. Ekki síst á þeim tímapunkti þegar miðjumenn voru að fara frá félaginu. Hann hefði örugglega getað fengið miklu hærra kaup í Sádi Arabíu en hann var meðal annars orðaður við félög þar.
TIL BAKA
Thiago ennþá meiddur
Það verður enn einhver bið á því að Thiago Alcântara verði leikfær. Hann spilaði síðast í apríl og það hefur dregist lengur en ætlað var að hann nái sér almennilega af meiðslum á mjöðm sem hann varð fyrir. Hann meiddist upphaflega í byrjun febrúar en kom aftur til leiks í fjóra leiki í apríl. En þá var ákveðið að hann myndi fara í sumarfrí til að ná sér. Nýjustu fréttir herma að hann gæti verið tiltækur fyrri partinn í október.
Thiago hefur verið mikið meiddur á ferli sínum með Liverpool. Hann spilaði aðeins 28 leiki á síðasta keppnistímabili sem er það minnsta sem hann hefur leikið á þeim þremur leiktíðum sem hann hefur verið hjá Liverpool.
Samningur Thiago við Liverpool rennur út næsta sumar. Trúlegt er að hann yfirgefi félagið þá. Í sumar var hann orðaður við hin og þessi lið en haft var eftir honum að hann vildi vera áfram hjá Liverpool frekar en að fara eitthvað. Segja má að það sé til fyrirmyndar hjá honum að hafa sýnt Liverpool hollustu. Ekki síst á þeim tímapunkti þegar miðjumenn voru að fara frá félaginu. Hann hefði örugglega getað fengið miklu hærra kaup í Sádi Arabíu en hann var meðal annars orðaður við félög þar.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Það var fyrir níu árum! -
| Sf. Gutt
Jarell Quansah gerir nýjan samning -
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Áfram á toppnum! -
| Sf. Gutt
Federico meiddur -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Hinsta ferð Ron Yeats -
| Sf. Gutt
Er ekkert að spá í stigatöfluna! -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Stóð sannarlega undir væntingum!
Fréttageymslan