| Sf. Gutt
Talið er að ekki sé allt búið enn hvað varðar tilraunir Al-Ittihad til að véla Mohamed Salah til Sádi Arabíu. Þarlend félög geta enn keypt leikmenn nú fram í vikuna.
Liverpool hafnaði tilboði frá Al-Ittihad á föstudaginn en þann dag var lokað fyrir félagskipti á Englandi. Það hljóðaði upp á 150 milljónir sterlingspunda. Nú telja sumir fjölmiðlar að Al-Ittiha ætli að bjóða 200 milljónir í egypska sóknarmanninn sem yrði heimsmet!
Þó svo slíkt mettilboð myndi berast er það staðföst ætlun forráðamanna Liverpool að hafna því. Mohamed Salah sé einfaldlega ekki falur!
Vonandi stenst Mohamed allar freistingar. Þar fyrir utan þarf Liverpool ekki að selja hann því Mohamed er samningsbundinn félaginu næstu tvö árin.
TIL BAKA
Mettilboðum verður hafnað!

Talið er að ekki sé allt búið enn hvað varðar tilraunir Al-Ittihad til að véla Mohamed Salah til Sádi Arabíu. Þarlend félög geta enn keypt leikmenn nú fram í vikuna.
Liverpool hafnaði tilboði frá Al-Ittihad á föstudaginn en þann dag var lokað fyrir félagskipti á Englandi. Það hljóðaði upp á 150 milljónir sterlingspunda. Nú telja sumir fjölmiðlar að Al-Ittiha ætli að bjóða 200 milljónir í egypska sóknarmanninn sem yrði heimsmet!
Þó svo slíkt mettilboð myndi berast er það staðföst ætlun forráðamanna Liverpool að hafna því. Mohamed Salah sé einfaldlega ekki falur!
Vonandi stenst Mohamed allar freistingar. Þar fyrir utan þarf Liverpool ekki að selja hann því Mohamed er samningsbundinn félaginu næstu tvö árin.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Trent heldur á braut -
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Njótum stundarinnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir!
Fréttageymslan