| Sf. Gutt

Jürgen ætlar að segja barnabarninu frá!


Jürgen Klopp ætlar að segja barnabarni sínu frá því hvernig Liverpool náði að vinna frækinn endurkomusigur á Newcastle United og það manni færri. Í hálfleik sagði hann leikmönnum sínum að þeir gætu sagt barnabörnum sínum frá því ef þeir næðu að vinna sigur. 

,,Guð minn góður hvað þetta var skemmtilegt. Ég sagði leikmönnum mínum, í hálfleik, að ef við næðum að snúa leiknum okkur í hag og vinna þá gætu þeir seinna sagt barnabörnunum sínum frá því. Ég hitti mitt eftir tíu dag og þá get ég sagt því frá öllu saman!"

Sigurinn gegn Newcastle United var sannarlega sögulegur. Það er því vel hægt að nota hann í sagnaefni fyrir afa til að segja barnabörnum sínum. 

Ef rétt er vitað varð Jürgen Klopp afi í fyrsta sinn í vor. Í það minnsta hittir hann barnabarn í næstu viku. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan