| Sf. Gutt
Tilkynnt hefur verið að einn ungliði Liverpool hafi yfirgefið félagið fyrir fullt og fast. Max Woltman er búinn að gera samning við Oxford United sem leikur í þriðju efstu deild. Ekki hefur komið fram hvort Liverpool fær eitthvað borgað fyrir hann.
Max, sem verður tvítugur núna 20. ágúst, hóf að æfa sjö ára með Liverpool. Hann lék tvo leiki með aðalliði Liverpool. Báða á leiktíðinni 2021/22. Hann var lánsmaður hjá Doncaster Rovers á síðasta keppnistímabili. Þó svo að Max hafi bara leikið tvo leiki með Liverpool náði hann að uppfylla draum sinn um að spila fyrir hönd félagsins sem hann hefur stutt frá barnæsku.
Liverpool klúbburinn á Íslandi þakkar Max fyrir framlag sitt til Liverpool og óskar honum alls góðs í framtíðinni.
TIL BAKA
Ungliði heldur á braut

Tilkynnt hefur verið að einn ungliði Liverpool hafi yfirgefið félagið fyrir fullt og fast. Max Woltman er búinn að gera samning við Oxford United sem leikur í þriðju efstu deild. Ekki hefur komið fram hvort Liverpool fær eitthvað borgað fyrir hann.
Max, sem verður tvítugur núna 20. ágúst, hóf að æfa sjö ára með Liverpool. Hann lék tvo leiki með aðalliði Liverpool. Báða á leiktíðinni 2021/22. Hann var lánsmaður hjá Doncaster Rovers á síðasta keppnistímabili. Þó svo að Max hafi bara leikið tvo leiki með Liverpool náði hann að uppfylla draum sinn um að spila fyrir hönd félagsins sem hann hefur stutt frá barnæsku.
Liverpool klúbburinn á Íslandi þakkar Max fyrir framlag sitt til Liverpool og óskar honum alls góðs í framtíðinni.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum
Fréttageymslan