| Sf. Gutt
Tyler Morton er kominn í sumarfrí eftir að hafa meiðst. Miðjumaðurinn efnilegi ristarbrotnaði um helgina og er nú kominn í sumarfrí.
Tyler er búinn að standa sig mjög vel með Blackburn Rovers á leiktíðinni. Hann fór í lán til liðsins fyrir leiktíðina og var búinn að spila 46 leiki í öllum keppnum þegar hann meiddist. Hann spilaði stórt hlutverk á miðjunni og átti fjórar stoðsendingar. Blackburn hefur verið í efri hluta deildarinnar og í baráttu um umspilssæti.
Nú er að vona að Tyler nái sér fljótt og vel. Það er svo spurning hvort hann kemst nærri aðalliði Liverpool á næsta keppnistímabili. Leiða má líkum að því að Tyler hefði eitthvað spilað á miðjunni í aðalliði Liverpool á þessu tímabili ef hann hefði ekki verið lánaður. Hann er búinn að spila níu leiki fyrir hönd Liverpool.
TIL BAKA
Tyler Morton kominn í sumarfrí

Tyler Morton er kominn í sumarfrí eftir að hafa meiðst. Miðjumaðurinn efnilegi ristarbrotnaði um helgina og er nú kominn í sumarfrí.
Tyler er búinn að standa sig mjög vel með Blackburn Rovers á leiktíðinni. Hann fór í lán til liðsins fyrir leiktíðina og var búinn að spila 46 leiki í öllum keppnum þegar hann meiddist. Hann spilaði stórt hlutverk á miðjunni og átti fjórar stoðsendingar. Blackburn hefur verið í efri hluta deildarinnar og í baráttu um umspilssæti.
Nú er að vona að Tyler nái sér fljótt og vel. Það er svo spurning hvort hann kemst nærri aðalliði Liverpool á næsta keppnistímabili. Leiða má líkum að því að Tyler hefði eitthvað spilað á miðjunni í aðalliði Liverpool á þessu tímabili ef hann hefði ekki verið lánaður. Hann er búinn að spila níu leiki fyrir hönd Liverpool.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Meistaradeildin að byrja -
| Sf. Gutt
Enn þokast Mohamed Salah upp listann! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Meistaradeildarhópur Liverpool staðfestur! -
| Sf. Gutt
Fyrsta æfingin! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Áhættunnar virði! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja Evrópuleikina
Fréttageymslan