| Sf. Gutt

Verðum að enda leiktíðina af krafti!


James Milner hefur séð tímana tvenna. Hann segir að leikmenn Liverpool verði að koma mjög ákveðnir til leiks eftir landsleikjahlé. 

,,Það er stendur upp á okkur að enda þetta keppnistímabil af krafti. Núna er komið landsleikjahlé. Það er svo sem ekki gott að segja hvort það er jákvætt eða neikvætt. Tíminn leiðir það í ljós."

,,Eftir hlé kom þrír stórleikir í röð. Það eru svo sem allir leikir stórleikir þegar hér er komið við sögu. Við verðum að mæta af fullum þrótti í hvern einasta leik. Við verðum að leika oftar vel eins og við höfum gert á köflum. Við þurfum líka að vera þéttari og gefa færri færi á okkur. Það verður gott að fá einhverja af þeim leikmönnum sem hafa verið meiddir til baka. Ef þetta fellur allt saman getum við vonandi endað keppnistímabilið af krafti og verið sáttir með útkomuna."

Vonandi gengur þetta allt eftir. Víst er að James Milner mun ekki láta sitt eftir liggja á lokakaflanum.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan