| Sf. Gutt

Stefan Bajcetic kominn í sumarfríÞað sér ekki fyrir enda á meiðslaóláni Liverpool. Stefan Bajcetic er nú kominn í sumarfrí. Hann kenndi sér meins á æfingu fyrir leikinn við Real Madrid og í ljós komu meiðsli á mjöðm sem valda því að hann spilar ekki meira á þessu keppnistímabili. 

Þó Stefan sé enn ungur að árum er þetta mikið áfall fyrir Liverpool. Spánverjinn ungi er búinn að spila 19 leiki á leiktíðinni og skora eitt mark. Þó Stefan sé enn bara 18 ára er hann búinn að vera meðal bestu leikmanna Liverpool frá áramótum. 


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan