| Sf. Gutt

Tap í London


Liverpool fór illa út úr fyrsta leik sínum á árinu. Brentford vann 3:1 sigur á Liverpool á heimavelli sínum. Liverpool fær tækifæri til að bæta úr í dag. 

Brentford komst yfir á á 20. mínútu eftir hornspyrnu. Boltinn fór beint í Ibrahima Konaté sem var alls óviðbúinn og af honum í markið. Heimamenn bættu svo stöðu sína á 42. mínútu þegar Yoane Wissa skallaði óvaldaður að marki eftir fyrirgjöf frá hægri. Alisson virtist hafa varið en boltinn var kominn inn fyrir marklínuna áður en hann náði að verja. Reyndar munaði sáralitlu.

Liverpool lagaði stöðuna á 50. mínútu. Trent Alexander-Arnold gaf fyrir frá hægri á Alex Oxlade-Chamberlain sem skallaði í markið. Brentford innsiglaði sigur sinn á 84 mínútu. Bryan Mbeumo fékk langa sendingu fram, ruddist framhjá Ibrahimo og skoraði. Þetta var einn versti leikur Liverpool á leiktíðinni. 

Sem fyrr segir fær Liverpool tækifæri til að bæta úr fyrir þetta tap í dag. Vonandi tekst það á krýningardag Karls þriðja!
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan