| Sf. Gutt
Nafn Stefan Bajcetic er á vörum stuðningsmanna Liverpool í dag eftir að þessi efnilegi miðjumaður skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool í gær. Hann innsiglaði 1:3 sigur Liverpool í leiknum með þriðju snertingu sinni eftir að hann kom inn sem varamaður.
En hvaðan kemur pilturinn? Hann fæddist í Vigo á Spáni 22. október 2004. Hann ólst upp hjá Celta Vigo en kom til Liverpool í febrúar 2021. Stefan spilar venjulega aftarlega á miðjunni en getur líka spilað vörn.
Stefan hefur ekki langt að sækja hæfileika til að spila á miðjunni. Faðir hans heitir Srdan Bajcetic og lék hann sem miðjumaður á ferli sínum. Hann lék með FK Vojvodina, Celta Vigo, Red Star Belgrade, Braga, Dalian Shide og Hunan Shoking. Srdan er frá Serbíu og splaði með landsliði þjóðar sinnar. Því getur Stefan spilað með Serbíu og Spáni þaðan sem móðir hans er. Hingað til hefur hann spilað með undir 18 ára landsliði Spánar.
Stefan lék sinn fyrsta leik með aðalliði Liverpool í lok ágúst þegar Liverpool vann Bournemouth 9:0 á Anfield Road. Hann hefur fram til þessa spilað sjö leiki með aðalliði Liverpool. Pilturinn á nú þegar eitt félagsmet en þegar hann kom inn á sem varamaður á móti Ajax í Meistaradeildinni í haust varð hann yngsti leikmaður Liverpool til að spila í keppninni.
Stefan var aðeins 18 ára og 65 daga gamall þegar hann skoraði í gær. Hann varð þar með þriðji yngsti markaskorari Liverpool í Úrvalsdeildinni á eftir þeim Michael Owen og Raheem Sterling. Sem fyrr segir hefur Stefan leikið með undir 18 ára landsliði Spánar. Hann telst því Spánverji og sem slíkur hefur aðeins einn yngri frá því landi skorað í efstu deild á Englandi. Það er Cesc Fabregas, sem þá var hjá Arsenal, sem á metið.
Hvernig sem Stefan á eftir að ganga á ferlinum er óhætt að segja að hann sé búinn að ná nokkrum merkilegum áföngum í þessum sjö leikjum sem hann hefur spilað með Liverpool.
TIL BAKA
Stefan Bajcetic á allra vörum
Nafn Stefan Bajcetic er á vörum stuðningsmanna Liverpool í dag eftir að þessi efnilegi miðjumaður skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool í gær. Hann innsiglaði 1:3 sigur Liverpool í leiknum með þriðju snertingu sinni eftir að hann kom inn sem varamaður.
En hvaðan kemur pilturinn? Hann fæddist í Vigo á Spáni 22. október 2004. Hann ólst upp hjá Celta Vigo en kom til Liverpool í febrúar 2021. Stefan spilar venjulega aftarlega á miðjunni en getur líka spilað vörn.
Stefan hefur ekki langt að sækja hæfileika til að spila á miðjunni. Faðir hans heitir Srdan Bajcetic og lék hann sem miðjumaður á ferli sínum. Hann lék með FK Vojvodina, Celta Vigo, Red Star Belgrade, Braga, Dalian Shide og Hunan Shoking. Srdan er frá Serbíu og splaði með landsliði þjóðar sinnar. Því getur Stefan spilað með Serbíu og Spáni þaðan sem móðir hans er. Hingað til hefur hann spilað með undir 18 ára landsliði Spánar.
Stefan lék sinn fyrsta leik með aðalliði Liverpool í lok ágúst þegar Liverpool vann Bournemouth 9:0 á Anfield Road. Hann hefur fram til þessa spilað sjö leiki með aðalliði Liverpool. Pilturinn á nú þegar eitt félagsmet en þegar hann kom inn á sem varamaður á móti Ajax í Meistaradeildinni í haust varð hann yngsti leikmaður Liverpool til að spila í keppninni.
Stefan var aðeins 18 ára og 65 daga gamall þegar hann skoraði í gær. Hann varð þar með þriðji yngsti markaskorari Liverpool í Úrvalsdeildinni á eftir þeim Michael Owen og Raheem Sterling. Sem fyrr segir hefur Stefan leikið með undir 18 ára landsliði Spánar. Hann telst því Spánverji og sem slíkur hefur aðeins einn yngri frá því landi skorað í efstu deild á Englandi. Það er Cesc Fabregas, sem þá var hjá Arsenal, sem á metið.
Hvernig sem Stefan á eftir að ganga á ferlinum er óhætt að segja að hann sé búinn að ná nokkrum merkilegum áföngum í þessum sjö leikjum sem hann hefur spilað með Liverpool.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Af samningamálum Mohamed Salah -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Sf. Gutt
Grannarimmunni frestað! -
| Sf. Gutt
Síðasti grannaslagurinn á Goodison Park! -
| Sf. Gutt
Jafntefli í ótrúlegum leik! -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Nýt hverrar mínútu hérna! -
| Sf. Gutt
Darwin tryggði sigur í blálokin! -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Uppskrift að Evrópukvöldi!
Fréttageymslan