| Grétar Magnússon

Leikur færður til

Heimaleikur við Leeds United hefur verið færður yfir til laugardagsins 29. október en ekki er búið að ákveða leiktíma.

Upphaflega átti leikurinn að fara fram sunnudaginn 30. október. Þegar ljóst var að heimaleikur við Napoli í Meistaradeild hafði verið settur á þriðjudaginn 1. nóvember þótti eðlilegast að færa deildarleikinn fram í tíma.

Leiktími verður væntanlega staðfestur innan tíðar en líklegast er að hann verði spilaður kl. 14:00 að íslenskum tíma þar sem búið er að ákveða sjónvarpsleiki kl. 11:30 og 16:30 þann dag.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan