| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Jafnt á Anfield
Liverpool og Crystal Palace skildu jöfn í lokaleik 2. umferðar úrvalsdeildarinnar. Darwin Núnez missti stjórn á skapi sínu og liðið lék manni færri stóran part af seinni hálfleik.
Byrjunarlið Jürgen Klopp kom svolítið á óvart en Nat Phillips byrjaði í vörninni og Joe Gomez var á bekknum sem var víst ekki alveg tilbúinn til að byrja. Joel Matip er frá vegna meiðsla og vonandi verður hann ekki lengi frá. Darwin Núnez byrjaði enda var Roberto Firmino líka mættur á meiðslalistann en ástæðan var sú að ekki var tekin áhætta með hann. Að öðru leyti var liðið þannig skipað: Alisson, Alexander-Arnold, van Dijk, Robertson, Milner, Fabinho, Elliott, Díaz og Salah.
Leikurinn byrjaði strax með þungri sókn okkar manna en Milner, Elliott og Núnez voru í færum til að byrja með. Salah var næstur á blað þegar hann fékk sendingu frá Trent inná teig en skotið fór framhjá. Næsta færi átti Salah einnig, á 30. mínútu en sneiðskalli hans fór beint í hendurnar á Guaita í markinu. Palace skeiðuðu fram völlinn og Zaha var skyndilega kominn einn í gegn, honum brást ekki bogalistin og setti boltann í markið. 0-1 auðvitað þvert gegn gangi leiksins. Zaha fékk svo annað færi ekki löngu síðar en Alisson sá sem betur fer við honum með góðu úthlaupi. Í uppbótartíma fyrri hálfleik fékk svo Núnez sendingu inná teiginn frá Elliott. Úrúgvæinn var vinstra megin í teignum og náði lausu skoti að marki en boltinn skoppaði í stöngina fjær því miður. Staðan í hálfleik 0-1 fyrir gestunum.
Seinni hálfleikur var líkur þeim fyrri en á 57. mínútu missti Núnez alveg stjórn á skapi sínu og gekk í gildruna sem Andersen lagði fyrir hann. Þeir voru eitthvað að kljást í teignum og boltinn fór aftur fyrir marklínu. Andersen rauk í Núnez, ýtti við honum, Núnez sneri sér við og skallaði Andersen sem fór auðvitað í grasið eins og hann hefði verið skotinn. Beint rautt spjald fór á loft sem var auðvitað réttur dómur. Aðeins nokkrum mínútum síðar tókst þó að jafna metin þegar Luis Díaz fékk boltann úti vinstra megin. Hann virtist alveg einsettur á að koma skoti á markið, lék framhjá nokkrum mótherjum og þrumaði svo boltanum í fjærhornið, gersamlega óverjandi skot. Markinu var auðvitað vel fagnað og allir virtust hafa trú á því að það tækist jafnvel að troða inn öðru marki. Ekki tókst það og liðin skildu jöfn 1-1. Tvö stig eftir tvo leiki er niðurstaðan og það er jú eitthvað sem við vildum helst ekki sjá. Við vonum að meiðsli leikmanna sem ekki gátu verið með í kvöld séu ekki alvarleg og það náist að smala í sterkt lið fyrir næsta leik.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Phillips (Gomez, 63. mín.), van Dijk, Robertson (Tsimikas, 63. mín.), Elliott (Carvalho, 79. mín.), Fabinho, Milner (Henderson, 63. mín.), Salah, Núnez, Díaz. Ónotaðir varamenn: Adrián, van den Berg, Clark, Bajcetic, Keita.
Mark Liverpool: Luis Díaz (61. mín.).
Gul spjöld: Tsimikas og Luis Díaz.
Rautt spjald: Darwin Núnez (57. mín.).
Crystal Palace: Guaita, Clyne, Ward, Andersen, Guéhi, Mitchell (Richards, 79. mín.), Ayew (Édouard, 63. mín.), Doucouré (Hughes, 79. mín.), Schlupp (Olise, 88. mín.), Eze (Milivojevic, 79. mín.), Zaha. Ónotaðir varamenn: Johnstone, Ebiowei, Plange, Mateta.
Mark Crystal Palace: Wilfried Zaha (32. mín.).
Gul spjöld: Guaita, Ward, Andersen og Édouard.
Maður leiksins: Luis Díaz jafnaði metin með glæsilegu marki og hljóp eins og andsetinn út um allan völl. Það vantar ekki baráttuandann í þennan ágæta leikmann.
Jürgen Klopp: ,,Allt var á móti okkur í vikunni fyrir leikinn, það var eins og það væri norn á æfingasvæðinu því menn hrundu niður í hinum ýmsu meiðslum. Ég er því stoltur af því hvernig liðið brást við. Við þurftum að vera beinskeittir gegn fimm manna varnarlínu og mér fannst við byrja vel. Hvað rauða spjaldið varðar þá var það réttur dómur. Honum var ögrað vissulega en svona á ekki að bregðast við því og hann olli liðsfélögum sínum vonbrigðum. Markið hjá Luis var ótrúlegt, við þurftum svo sannarlega á því að halda. Þetat er ekki byrjunin á tímabilinu sem við vildum, að vera með tvö stig en það er minnsta vandamálið sem við glímum við núna. Það eru virkilega mörg meiðsli í hópnum og við verðum að nota næstu viku til að koma einum eða tveimur leikmönnum út á völlinn á ný en því miður veit ég ekki hvort það sé mögulegt. Nú missum við Darwin í bann en Firmino gæti verið klár í næsta leik, við sjáum til."
Fróðleikur:
- Harvey Elliott spilaði sinn 10. deildarleik.
- Trent Alexander-Arnold hefur nú spilað 150 deildarleiki í byrjunarliði.
- Luis Díaz skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu.
Byrjunarlið Jürgen Klopp kom svolítið á óvart en Nat Phillips byrjaði í vörninni og Joe Gomez var á bekknum sem var víst ekki alveg tilbúinn til að byrja. Joel Matip er frá vegna meiðsla og vonandi verður hann ekki lengi frá. Darwin Núnez byrjaði enda var Roberto Firmino líka mættur á meiðslalistann en ástæðan var sú að ekki var tekin áhætta með hann. Að öðru leyti var liðið þannig skipað: Alisson, Alexander-Arnold, van Dijk, Robertson, Milner, Fabinho, Elliott, Díaz og Salah.
Leikurinn byrjaði strax með þungri sókn okkar manna en Milner, Elliott og Núnez voru í færum til að byrja með. Salah var næstur á blað þegar hann fékk sendingu frá Trent inná teig en skotið fór framhjá. Næsta færi átti Salah einnig, á 30. mínútu en sneiðskalli hans fór beint í hendurnar á Guaita í markinu. Palace skeiðuðu fram völlinn og Zaha var skyndilega kominn einn í gegn, honum brást ekki bogalistin og setti boltann í markið. 0-1 auðvitað þvert gegn gangi leiksins. Zaha fékk svo annað færi ekki löngu síðar en Alisson sá sem betur fer við honum með góðu úthlaupi. Í uppbótartíma fyrri hálfleik fékk svo Núnez sendingu inná teiginn frá Elliott. Úrúgvæinn var vinstra megin í teignum og náði lausu skoti að marki en boltinn skoppaði í stöngina fjær því miður. Staðan í hálfleik 0-1 fyrir gestunum.
Seinni hálfleikur var líkur þeim fyrri en á 57. mínútu missti Núnez alveg stjórn á skapi sínu og gekk í gildruna sem Andersen lagði fyrir hann. Þeir voru eitthvað að kljást í teignum og boltinn fór aftur fyrir marklínu. Andersen rauk í Núnez, ýtti við honum, Núnez sneri sér við og skallaði Andersen sem fór auðvitað í grasið eins og hann hefði verið skotinn. Beint rautt spjald fór á loft sem var auðvitað réttur dómur. Aðeins nokkrum mínútum síðar tókst þó að jafna metin þegar Luis Díaz fékk boltann úti vinstra megin. Hann virtist alveg einsettur á að koma skoti á markið, lék framhjá nokkrum mótherjum og þrumaði svo boltanum í fjærhornið, gersamlega óverjandi skot. Markinu var auðvitað vel fagnað og allir virtust hafa trú á því að það tækist jafnvel að troða inn öðru marki. Ekki tókst það og liðin skildu jöfn 1-1. Tvö stig eftir tvo leiki er niðurstaðan og það er jú eitthvað sem við vildum helst ekki sjá. Við vonum að meiðsli leikmanna sem ekki gátu verið með í kvöld séu ekki alvarleg og það náist að smala í sterkt lið fyrir næsta leik.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Phillips (Gomez, 63. mín.), van Dijk, Robertson (Tsimikas, 63. mín.), Elliott (Carvalho, 79. mín.), Fabinho, Milner (Henderson, 63. mín.), Salah, Núnez, Díaz. Ónotaðir varamenn: Adrián, van den Berg, Clark, Bajcetic, Keita.
Mark Liverpool: Luis Díaz (61. mín.).
Gul spjöld: Tsimikas og Luis Díaz.
Rautt spjald: Darwin Núnez (57. mín.).
Crystal Palace: Guaita, Clyne, Ward, Andersen, Guéhi, Mitchell (Richards, 79. mín.), Ayew (Édouard, 63. mín.), Doucouré (Hughes, 79. mín.), Schlupp (Olise, 88. mín.), Eze (Milivojevic, 79. mín.), Zaha. Ónotaðir varamenn: Johnstone, Ebiowei, Plange, Mateta.
Mark Crystal Palace: Wilfried Zaha (32. mín.).
Gul spjöld: Guaita, Ward, Andersen og Édouard.
Maður leiksins: Luis Díaz jafnaði metin með glæsilegu marki og hljóp eins og andsetinn út um allan völl. Það vantar ekki baráttuandann í þennan ágæta leikmann.
Jürgen Klopp: ,,Allt var á móti okkur í vikunni fyrir leikinn, það var eins og það væri norn á æfingasvæðinu því menn hrundu niður í hinum ýmsu meiðslum. Ég er því stoltur af því hvernig liðið brást við. Við þurftum að vera beinskeittir gegn fimm manna varnarlínu og mér fannst við byrja vel. Hvað rauða spjaldið varðar þá var það réttur dómur. Honum var ögrað vissulega en svona á ekki að bregðast við því og hann olli liðsfélögum sínum vonbrigðum. Markið hjá Luis var ótrúlegt, við þurftum svo sannarlega á því að halda. Þetat er ekki byrjunin á tímabilinu sem við vildum, að vera með tvö stig en það er minnsta vandamálið sem við glímum við núna. Það eru virkilega mörg meiðsli í hópnum og við verðum að nota næstu viku til að koma einum eða tveimur leikmönnum út á völlinn á ný en því miður veit ég ekki hvort það sé mögulegt. Nú missum við Darwin í bann en Firmino gæti verið klár í næsta leik, við sjáum til."
Fróðleikur:
- Harvey Elliott spilaði sinn 10. deildarleik.
- Trent Alexander-Arnold hefur nú spilað 150 deildarleiki í byrjunarliði.
- Luis Díaz skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Stóð sannarlega undir væntingum! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Deildarbikarnum! -
| Sf. Gutt
Íslenskir heiðursgestir á Anfield! -
| Sf. Gutt
Trent kominn upp í 100! -
| Sf. Gutt
Sorgarfréttir -
| Sf. Gutt
Fjórir sigrar í röð í Mílanó! -
| Sf. Gutt
Ótrúlegur munur! -
| Sf. Gutt
Til hamingju!
Fréttageymslan