| Sf. Gutt

Thiago úr leik


Thiago Alcântara er úr leik næstu vikur. Hann tognaði aftan á læri á móti Fulham og varð að fara af velli snemma í síðari hálfleik. Ekki er búið að staðfesta hversu lengi Thiago verður frá en sumir fjölmiðlar telja að hann geti ekki spilað aftur fyrr en seinni partinn í september. 


Fari allt á versta veg og Thiago verði frá í allt upp í sex vikur er ljóst að það er mikið áfall fyrir Liverpool. Hann var frábær í Skjaldarleiknum á móti Manchester City og sýndi allt sitt besta í þeim leik. Það á eftir að koma í ljós hvort forráðamenn Liverpool hugsa sér að kaupa miðjumann.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan