| Sf. Gutt

Fer Roberto Firmino frá Liverpool?


Fer Roberto Firmino frá Liverpool í sumar? Sumir fjölmiðlar telja að Brasilíumaðurinn vilji fara og hann hefur verið orðaður við ítalska liðið Juventus. Jafnvel er talið að Juventus hafi gert tilboð í Roberto en Liverpool hafi hafnað því. Það er alla vega enginn áhugi hjá Liverpool á því að láta Roberto fara. 


Roberto Firmino á eitt ár eftir af samningi sínum við Liverpool og getur farið eftir ár án greiðslu nema þá að nýr samningur verði gerður við hann. Hann var nokkuð frá vegna meiðsla á síðustu leiktíð. Hann lék 35 leiki og skoraði 11 mörk. Hann vann FA bikarinn með Liverpool í vor og skoraði í vítaspyrnukeppninni á móti Chelsea. Hann missti af Deildarbikarúrslitaleiknum vegna meiðsla.

 

Þar sem Sadio Mané er farinn frá Liverpool væri mjög slæmt að missa Roberto Firmino líka. Við vonum að Roberto verði áfram því það eru fáir betri þegar hann er heill heilslu!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan