| Grétar Magnússon
Bakvörðurinn Conor Bradley verður á láni hjá Bolton Wanderers á næsta tímabili. Félagið leikur í þriðju efstu deild Englands (League One).
Bradley, sem er 18 ára gamall, kom til liðs við Akademíu félagsins árið 2019 og hefur til þessa komið við sögu í fimm leikjum með aðalliði félagsins. Hans fyrsti leikur var í Deildarbikarnum gegn Norwich City og fékk hann svo einnig tækifæri í FA bikarnum og Meistaradeildinni á tímabilinu.
Hann stóð sig afar vel með U-23 ára liði félagsins á síðasta tímabili og var tilnefndur sem leikmaður ársins í úrvalsdeild yngri liða (Premier League 2).
Bradley hefur til þessa spilað átta landsleiki fyrir Norður-Írland en hans fyrsti leikur þar kom í maí í fyrra.
Hjá Bolton hittir Conor Bradley fyrir Íslendinginn Jón Daða Böðvarsson sem gekk til liðs við Bolton í janúarglugganum á þessu ári og saman munu þeir reyna að koma Bolton upp í næst efstu deild.
TIL BAKA
Bradley til Bolton

Bradley, sem er 18 ára gamall, kom til liðs við Akademíu félagsins árið 2019 og hefur til þessa komið við sögu í fimm leikjum með aðalliði félagsins. Hans fyrsti leikur var í Deildarbikarnum gegn Norwich City og fékk hann svo einnig tækifæri í FA bikarnum og Meistaradeildinni á tímabilinu.
Hann stóð sig afar vel með U-23 ára liði félagsins á síðasta tímabili og var tilnefndur sem leikmaður ársins í úrvalsdeild yngri liða (Premier League 2).
Bradley hefur til þessa spilað átta landsleiki fyrir Norður-Írland en hans fyrsti leikur þar kom í maí í fyrra.
Hjá Bolton hittir Conor Bradley fyrir Íslendinginn Jón Daða Böðvarsson sem gekk til liðs við Bolton í janúarglugganum á þessu ári og saman munu þeir reyna að koma Bolton upp í næst efstu deild.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Liverpool fær ungliða frá Írlandi -
| Sf. Gutt
Uppáhaldsleikmaðurinn minn! -
| Sf. Gutt
Kveðja frá Sadio Mané! -
| Sf. Gutt
Stóra Parísarmálið! -
| Grétar Magnússon
Fleiri lánssamningar -
| Grétar Magnússon
Mané til Bayern München -
| Sf. Gutt
Takumi Minamino á förum -
| Grétar Magnússon
Calvin Ramsay til Liverpool -
| Sf. Gutt
Jay Spearing kominn heim! -
| Grétar Magnússon
Tveir leikir í viðbót
Fréttageymslan